20.12.2010 | 11:38
Hvaða viðbótarstjórntæki?
Það er ánægjulegt að sjá að yfirmenn Seðlabankans skuli loks hafa áttað sig á að ekki er hægt að stýra eftirspurn með vöxtum í litlu opnu hagkerfi. Það hefði hins vegar ekki átt að þurfa neina kreppu til að leiða þetta í ljós - það var frá upphafi ljóst öllum bærilega skynsömum mönnum.
Sú niðurstaða Seðlabankans að af þessu megi draga þá ályktun að hann þurfi frekari stjórntæki vekur hins vegar ugg því hún bendir til að skilningurinn á málinu sé þrátt fyrir allt fremur takmarkaður. Seðlabanki í opnu hagkerfi getur haft tvö stjórntæki, annað eru vextir en hitt bindiskylda. Bersýnilegt er að þegar nægt framboð er af lánsfé í erlendum myntum hefur hvorugt stjórntækið nein áhrif.
Ekki verður því betur séð en valið standi um tvennt: Annars vegar að viðhalda gjaldeyrishöftum og tryggja þannig að stjórntækin virki. Hins vegar að skipta um gjaldmiðil eða binda gjaldmiðilinn einum eða fleiri erlendum gjaldmiðlum samkvæmt gagnsærri reglu, t.d. hlutfalli viðskipta í hverri mynt fyrir sig.
![]() |
Kreppan leiddi í ljós ágalla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.12.2010 | 09:03
Augnfyrirtæki??
![]() |
Novartis eignast Alcon að fullu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.12.2010 | 09:05
Einfaldari skattlagning
![]() |
Betra að hækka útsvarið meira |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.12.2010 | 11:56
Árinni kennir illur ræðari
Ekki aðeins Ísland, heldur öll Norðurlöndin nema Finnland koma illa út úr þessari könnun. Þegar skýringa er leitað er auðvitað nærtækast að velta fyrir sér hvað er öðruvísi í Finnlandi en á hinum Norðurlöndunum. Þá kemur fljótt í ljós að fyrir allmörgum árum hurfu Finnar frá þeim kennsluháttum sem enn tíðkast hér og á hinum Norðurlöndunum en tóku á ný upp hefðbundnari aðferðir sem hafa gefist miklu betur. Þar er áhersla lögð á að börn fái fremur að njóta þeirrar þekkingar sem mannkynið hefur á löngum tíma öðlast en að þeim sé ætlað að uppgötva hana sjálf á fáum árum.
Þeir sem um þessi mál fjalla, sér í lagi kennarar og skólastjórnendur, reyna hins vegar af fremsta megni að forðast þennan kjarna málsins. Umfjöllun um slaka frammistöðu og skýringar á henni er lítt sýnileg, en mikið er malað um lítt marktækan mun á útkomu milli landshluta, kynja og svo framvegis. En þá sjaldan á þetta er minnst er auðvitað reynt að kenna öðru um en lélegum kennsluháttum, slöku námsefni og litlum kröfum. Þar liggja foreldrar auðvitað vel við höggi (og svo auðvitað sjónvarp, tölvuleikir, búðir og neyslusamfélagið almennt eins og vanalega).
![]() |
Virðingarleysi ástæða PISA-útkomu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.12.2010 | 11:32
... vegna hótanna?
Hver eru þessi hót??? (og, reyndar, hvað eru annars hót?)
(einn leiðinlegur)
![]() |
Kennsla liggur niðri vegna hótana |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Hitt og þetta
Bloggvinir
-
agny
-
graenar-lausnir
-
bjarnijonsson
-
bjornalexandermikli
-
gattin
-
dofri
-
contact
-
fhg
-
gretaulfs
-
gudni-is
-
mosi
-
bofs
-
muggi69
-
gudrunmagnea
-
zeriaph
-
holi
-
haukurn
-
diva73
-
hlynurh
-
ingibs
-
ingolfursigurdsson
-
fun
-
jennystefania
-
johnnybravo
-
eyfeld
-
jonbergsteinsson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
krist
-
kristjan9
-
loncexter
-
ludvikjuliusson
-
sleggjudomarinn
-
magnuss
-
svarthamar
-
vestskafttenor
-
otti
-
runaro
-
joklamus
-
sigurjons
-
stefanjul
-
summi
-
saemi7
-
samy
-
torfusamtokin
-
vestfirdir
-
thorsteinn
-
valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (30.9.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 288237
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar