Tvö lykilatriði

Meginmarkmið glæpamannanna sem nú hóta og fremja hryðjuverk í Evrópu er að reka fleyg milli múslima sem þar búa og annarra íbúa. Þessu þarf að vinna gegn markvisst og af alvöru:

1. Við þurfum að einbeita okkur að því að taka vel á móti þeim múslimum sem hingað koma, ekki síst flóttafólkinu sem von er á frá Sýrlandi. Við eigum að leita eftir sem nánustum samskiptum við múslima sem hér búa, bjóða þeim heim og hjálpa þeim að kynnast landi og þjóð sem best.

2. Þeir múslimar sem hér búa þurfa að gefa skýrt til kynna andstöðu sína við hryðjuverkamennina sem misnota trú þeirra og uppruna, jafnframt því að leita sjálfir eftir sem nánustum samskiptum við aðra landsmenn.

Staðreyndin er nefnilega sú, og það veit ég af góðum kynnum við fjölda fólks sem aðhyllist Íslam, að múslimar eru besta fólk og illmennin sem fara nú fram í nafni Íslam eru ekki fulltrúar þeirra. Ekkert frekar en Ku Klux Klan og önnur slík glæpasamtök eru fulltrúar kristins fólks.

 


mbl.is Ráðist gegn Menningarsetri múslima
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Furðuleg umræða

Fólk leggur í alls kyns útgjöld sem tengjast kyni þess, aldri, búsetu, áhugamálum eða öðrum aðstæðum. Konur þurfa að kaupa dömubindi. Karlmenn þurfa að raka sig. Sumir þurfa að taka inn vítamín, aðrir ekki. Sumir búa á snjóþungum svæðum og þurfa að eiga jeppa en aðrir búa í miðbæ Reykjavíkur og geta látið reiðhjólið nægja.

Hvers vegna í ósköpunum ætti þá að taka eina vöru út fyrir sviga og fella niður virðisaukaskatt af henni, en ekki af öðrum? 

Til þess standa auðvitað engin rök. Því vekur það furðu að stjórnmálamenn og fjölmiðlar skuli sóa tíma sínum í slíka umræðu.

 


mbl.is Legið skattlagt um allan heim
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Nóv. 2015
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband