Ættu frekar að óska samstarfs við óábyrga aðila

Störf verða þannig til að fyrirtæki eru stofnuð eða auka við starfsemi sína og þurfa þá að ráða fleira fólk til vinnu.

Ábyrgir aðilar skapa ekki störf bara til að skapa störf heldur aðeins ef það er arðbært að gera það.

Sé markmið SA það eitt að skapa störf óháð öllu öðru ættu þau frekar að kalla eftir samstarfi við óábyrga aðila sem hafa nóg af annarra manna peningum til að sóa í að fjármagna atvinnubótavinnu.


mbl.is Vilja samstarf við ábyrga aðila
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fagurbláar búrkur ...

... væru kannski ekki vitlaus klæðnaður fyrir okkur sjálfstæðismenn í ljósi þess ámælis sem við höfum mátt sæta undanfarið. Vona því að þingmaðurinn ætli ekki að fara að heimta að ráðherrann banni þær.

Fyrirspurn Birgittu um hina stórmerku Mannanafnanefnd lýsir góðu skopskyni.


mbl.is Spurt um búrkur og mannanafnanefnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dapurleg, en dæmigerð fréttamennska

Þótt því fari fjarri að ég sé sammála Marinó um alla hluti verður ekki frá honum tekið að hann hefur á undanförnum misserum staðið vaktina fyrir skuldara með rökföstum og málefnalegum málflutningi.

Marinó hefur aldrei fallið í þá gryfju að gerast persónulegur í garð þeirra sem hann tekst á við í rökræðum. Það sýnir að hann er skynsamur og heilsteyptur maður.

Íslensk fréttamennska hefur löngum snúist mest um að endursegja það sem aðrir segja fréttamanninum án þess að nein sjálfstæð hugsun komið við sögu. Það er mikill galli og veldur því að lítt er hægt að treysta á íslenska fjölmiðla til að komast að kjarna máls.

Vandað blað sem vildi upplýsa lesendur sína um það stóra deilumál sem skuldavandi heimilanna er myndi tefla fram röksemdum með og móti mismunandi lausnum og draga fram staðreyndir til að hjálpa fólki að glöggva sig á málinu.

Þetta hafa ritstjórar Fréttatímans greinilega ekki bolmagn né karakter í að gera. Því fara þeir auðveldu leiðina, sem er það sem gjarna tekur við þegar endursögnunum sleppir í íslenskri blaðamennsku, og taka að ata auri þann mann sem í góðri trú hefur staðið hvað fastastur fyrir í vörn fyrir heimilin í landinu.

-----------------------------

Þegar áföll dynja yfir eins og verið hefur undanfarin misseri veitir ekki af að gott fólk gangi fram fyrir skjöldu og taki forystu um að leita lausna og upplýsa almenning. Þeir sem sýna það góða fordæmi eiga ekki að þurfa að óttast að óvandaðir og ábyrgðarlausir blaðasnápar sitji um þá og bíði færis að ráðast gegn þeim persónulega.

Ég skora á Marinó G. Njálsson að láta ekki deigan síga heldur draga til baka úrsögn sína úr samtökunum sem hann hefur barist fyrir af einurð og heilindum. Ég er sannfærður um að allir góðir menn styðja hann til þess - hvort sem þeir eru honum endilega sammála um alla hluti eða ekki.


mbl.is Segir sig úr stjórn vegna umfjöllunar Fréttatímans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Andmælaþátt eftir útvarpsmessur

Það er auðvitað sjálfsögð krafa að allir sem vegið er að í predikunum í útvarpi fái andmælarétt. Eðlilegast væri að hafa sérstakan þátt eftir hverja útvarpsmessu þar sem þeir sem telja sig eiga harma að hefna gætu andmælt predikuninni. Þá gætu Siðmennt, mannréttindanefnd bæjarins, frjálshyggjumenn, flatskjáasalar, ríkisstjórnin, siðleysingjar, útrásarvíkingar og aðrir sem prestum verður tíðrætt um tekið til varna. Gott ef ekki væri ráð að bjóða þeim í neðra að koma stundum í þáttinn líka. Svo væri auðvitað sjálfsagt að skylda þá sem apast til að hlýða á messurnar til að hlusta líka á andmælaþáttinn. Allt í nafni mannréttinda!

Svo eru auðvitað fleiri þættir í ríkisútvarpinu. Hvers eiga nýfrjálshyggjumenn og andstæðingar náttúruverndar til dæmis að gjalda að þurfa að þola sífelldar árásir í Hljóðviljanum? Þeir þurfa auðvitað líka andmælarétt. Er svo ekki rétt að andstæðingar Evrópusambandsins fái sérstakan þátt á eftir Silfri Egils til að andmæla álitsgjöfunum sem þar koma fram? Og svo þyrfti auðvitað Davíð Oddsson að hafa alveg sérstakan daglegan þátt til að andmæla öllu sem um hann er sagt. Að ekki sé nú talað um Hannes Hólmstein.


mbl.is Siðmennt vill andmælarétt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Nóv. 2010
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 288237

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband