10.10.2008 | 22:48
Ef þeir hefðu nú beðið
Maður hlýtur að ganga út frá því að G7 ríkjunum takist að stöðva kreppuna með aðgerðum sínum.
Þegar Glitnir var þjóðnýttur og hruni íslenska fjármálakerfisins þar með komið af stað voru þau rök færð fram að ekki þýddi að lána bankanum þar sem næsti gjalddagi kæmi eftir þrjá mánuði.
Takist aðgerðaáætlunin gæti lausafjárkreppunni verið lokið eftir þrjá mánuði eða fyrr.
![]() |
Aðgerðaáætlun samþykkt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.10.2008 | 09:37
Feitur þjónn er ekki mikill maður
Við Íslendingar eigum nú val um nokkra kosti. Einn er að ganga að tilboði Norðmanna um aðstoð í efnahagskreppunni. Annar er að leita til Alþjóða gjaldeyrissjóðsins. Sá þriðji er að selja Rússum áhrifasvæði hér fyrir lán á hagstæðum kjörum.
Með öðrum orðum: Alþjóðastofnun án sértækra hagsmuna, grannríki með sameiginlega hagsmuni eða stórveldi með eigin hagsmuni og ólíka okkar.
Enginn vafi er á því, að Geirs Haarde verður minnst í sögunni sem mannsins sem stóð í brúnni þegar þjóðarskútan steytti á skeri. Þar skiptir ekki máli að því fer fjarri að hann sé þar einn ábyrgur.
En vill hann líka láta minnast sín sem mannsins sem seldi þjóð sína á vald hættulegu stórveldi sem svífst einskis til að vinna að framgangi árásargjarnrar utanríkisstefnu sinnar?
Ég efast um það.
Ég hugsa að hvergi fáist betri leiðarvísir út úr þeirri valkreppu sem íslensk stjórnvöld standa nú frammi fyrir en í Íslandsklukku Halldórs Laxness:
"Ef varnarlaus þjóð hefur mitt í sinni ógæfu borið gæfu til að eignast mátulega sterkan óvin mun tíminn gánga í lið með henni einsog því dýri sem ég tók dæmi af. Ef hún í neyð sinni játast undir tröllsvernd mun hún verða gleypt í einum munnbita. Ég veit þið hamborgarmenn munduð færa oss íslenskum maðklaust korn og ekki telja ómaksvert að svíkja á oss mál og vog. En þegar á Íslandsströnd eru risnir þýskir fiskibæir og þýsk kauptún, hve leingi mun þess að bíða að þar rísi og þýskir kastalar með þýskum kastalaherrum og málaliði. Hver er þá orðinn hlutur þeirrar þjóðar sem skrifaði frægar bækur? Þeir íslensku mundu þá í hæsta lagi verða feitir þjónar þýsks leppríkis. Feitur þjónn er ekki mikill maður. Barður þræll er mikill maður, því í hans brjósti á frelsið heima.
![]() |
Mestu mistökin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.10.2008 | 16:17
Manni léttir ósegjanlega
![]() |
Árni mun ræða við ráðamenn og fjármálafyrirtæki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Hitt og þetta
Bloggvinir
-
agny
-
graenar-lausnir
-
bjarnijonsson
-
bjornalexandermikli
-
gattin
-
dofri
-
contact
-
fhg
-
gretaulfs
-
gudni-is
-
mosi
-
bofs
-
muggi69
-
gudrunmagnea
-
zeriaph
-
holi
-
haukurn
-
diva73
-
hlynurh
-
ingibs
-
ingolfursigurdsson
-
fun
-
jennystefania
-
johnnybravo
-
eyfeld
-
jonbergsteinsson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
krist
-
kristjan9
-
loncexter
-
ludvikjuliusson
-
sleggjudomarinn
-
magnuss
-
svarthamar
-
vestskafttenor
-
otti
-
runaro
-
joklamus
-
sigurjons
-
stefanjul
-
summi
-
saemi7
-
samy
-
torfusamtokin
-
vestfirdir
-
thorsteinn
-
valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.10.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 288244
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar