Nokkrar spurningar

Þetta er allt hið einkennilegasta mál og síður en svo auðvelt að taka afstöðu til þess. Hér eru nokkrar spurningar sem gætu kannski hjálpað til við það. Lýst er eftir fleirum:

1. Er ekki nauðsynlegt að í jafn stóru máli sé pólitísk samstaða innan meirihlutans áður en ákvörðun er tekin?

2. Gæti nokkuð hugsast að öfund í garð þeirra sem áttu að fá kaupréttarsamningana hafi eitthvað með afstöðu margra að gera? Er öfund rétta forsendan til að taka afstöðu í svona máli?

3. Margir hafa gagnrýnt borgarstjórann fyrir að bregðast stefnu flokks síns um að fyrirtæki á borð við Orkuveituna eigi ekki að standa í áhættusömum samkeppnisrekstri. Hvers vegna finnst þá sama fólki sjálfsagt og eðlilegt að Landsvirkjun skuldsetji skattborgarana til að standa í slíkum rekstri? Það er enginn munur á því að byggja virkjanir fyrir álver og hinu að fjárfesta í erlendum jarðhitaverkefnum, nema þá kannski helst sá, að aldrei hefur neinn einkaaðili viljað koma nálægt hinu fyrrnefnda. Hvers vegna ekki?

4. Getur verið að tiltrú á stjórnendum Orkuveitunnar litist af þeirri staðreynd, að þar hefur talsvert verið bruðlað á undanförnum árum? En jafnframt virðist sem vissar fjárfestingar hennar hafi á endanum reynst mjög skynsamlegar og fáir virðast efast um að REI sé sterkur leikur sem slíkt. Það bendir þá til þess að þarna séu hæfir stjórnendur á ferð, en er það nægjanlegt til að hægt sé að treysta þeim?

5. Væri vandamálið til staðar ef OR væri á einkamarkaði? Hvaða önnur vandamál þyrfti að leysa til að svo gæti orðið?

 


mbl.is Átti að vaða yfir okkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Okt. 2007
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.10.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband