Enginn málefnalegur ágreiningur?

Það er vissulega athygliverð stjórnmálaskýring hjá Sigurjóni Þórðarsyni að brotthvarf Margrétar Sverrisdóttur úr Frjálslynda flokknum eigi sér persónulegar en ekki málefnalegar rætur. Hvernig í ósköpunum er hægt að halda því fram að andstaða hennar við einkar ógeðfelldar áherslur flokksins í málefnum innflytjenda sé ekki málefnaleg? Ég á erfitt með að sjá það enda fá ágreiningsmál djúpstæðari. Nú þekki ég ekki þetta fólk og kýs ekki flokkinn þess, en utan frá séð lítur þetta mál óneitanlega þannig út að flokksmenn hafi hafnað sínum frambærilegasta leiðtoga fyrir skjótfenginn gróða í formi atkvæða þeirra sem hafa vægast sagt einkennilega sýn á málefni útlendinga, sýn sem enginn annar stjórnmálaflokkur hefur tileinkað sér, til allrar hamingju.

Í framhaldinu væri svo kannski ekki úr vegi að breyta nafni flokksins í Þjóðernisflokkinn eða kannski Flokk sannra Íslendinga. Það myndi auðvelda kjósendum valið.


mbl.is Segir að sýna verði Margréti skilning
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað með úlfalda?

Ætli við getum þá farið að flytja inn úlfalda tollfrjálst frá Egiftalandi - og kannski líka múmíur?
mbl.is Fríverslunarsamningur við Egyptaland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um hvað er kosið?

Nú liggur fyrir að meirihluti Hafnfirðinga er á móti stækkun álversins í Straumsvík. Spurningin er hins vegar sú hvers vegna það þarf að vera vandamál. Ég leyfi mér að draga mjög í efa að þótt Alcan fái ekki leyfi til stækkunar verði álverið flutt úr landi.

Fyrir þessu eru tvær ástæður:

Í fyrsta lagi þessi: Samkvæmt fréttum lítur út fyrir að orkuverð til stækkunar álversins verði mjög lágt. Ef miðað er við kostnað við byggingu og rekstur jarðvarmavirkjana er líklegt að orkuverð verði talsvert undir kostnaðarverði. Öðru máli kann hins vegar að gegna um þann hluta orkusölunnar sem tengist fyrirhuguðum virkjunum í Þjórsá.

Í öðru lagi virðist ekki skortur á mögulegum lóðum fyrir álverið annars staðar á svæðinu eða jafnvel utan þess. Höfum í huga að það er daglegt brauð að fyrirtæki flytji sig um set. Ef miðað er við byggingarkostnað álvers eru litlar líkur til að þegar lágt orkuverð er haft í huga muni væntanlegur flutningskostnaður hér innanlands hafa það í för með sér að álverið verði lagt niður eða flutt erlendis.

Fyrir nokkrum árum var kosið um hvort Reykjavíkurflugvöllur ætti að vera áfram í Vatnsmýrinni. Niðurstaða Reykvíkinga var sú, að flytja ætti völlinn. Meginforsenda slíkrar ákvörðunar er sú, að landið sé verðmætara sem byggingarland en sem flugvallarsvæði. Með sama hætti hlýtur þessi þáttur að hafa áhrif á afstöðu Hafnfirðinga. Alcan þarf hins vegar að forðast í lengstu lög hræðsluáróður um að álverið verði lagt niður fáist ekki leyfi til stækkunar á núverandi stað. Það er nefnilega svo auðvelt að sýna fram á að slíkt á ekki við rök að styðjast.


mbl.is 90% Hafnfirðinga telja líklegt að þeir taki þátt í kosningu um álver
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Viðvarandi þensluástand?

Manni  bregður óneitanlega við þegar ráðherra hafnar breytingu vegna þess eins að hann nennir ekki að framkvæma hana. Er ekki eðlilegra að leggja fyrst mat á málið og leysa síðan úr framkvæmdaatriðum? Eða kannski er þetta forsmekkurinn að nýrri tegund athafnastjórnmála, sem væru þá athafnaleysisstjórnmál.

Burtséð frá þessu hjó ég helst eftir því í þessari frétt, að rökin gegn afnámi verðtryggingar séu fyrst og síðast þau að það yrði neytendum óhagstætt í viðvarandi þensluástandi. Á að túlka þetta sem svo að formanni Framsóknar finnist það sjálfsagður hlutur að hér sé viðvarandi þensluástand, drifið áfram með handafli?


mbl.is Viðskiptaráðherra: Afnám verðtryggingar erfitt í framkvæmd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nógur tími

Það var sniðugt að undanskilja fjármagnseigendur frá nefskattinum. Engin ástæða til að hafa áhyggjur af þannig málum svona rétt fyrir kosningar enda öfundast svo sem enginn út í þá sem greiða ekki tekjuskatt. Gaman að þessu alltaf.


mbl.is Um 2.200 fjármagnseigendur greiða ekki nefskatt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nornaveiðar eða gagnleg starfsemi

Það er út af fyrir sig ágætt að upplýsa neytendur um verðhækkanir. Það orkar hins vegar tvímælis að gefa út svartan lista og lofa svo að taka þau fyrirtæki af honum sem ekki hækka verð. Vöruverð hlýtur að fylgja gengisbreytingum og kostnaðarhækkunum til lengri tíma og ekkert er óeðlilegt við það.


mbl.is Birta lista yfir verðhækkanir heildsala og framleiðenda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Valgerðarvilpa

Nú á íslenska krónan í vök að verjast. Valkyrjan Valgerður hefur lagt af stað í krossferð gegn henni og eru meginrökin þau, að sjálfstæður gjaldmiðill valdi háu vaxtastigi og fleiru slæmu. Nú er raunin sú, að ef einhver ber ábyrgð á óförum krónugreysins er það Valgerður sjálf. Ástæðan fyrir þenslu og þar af leiðandi háum vöxtum er fyrst og fremst sú að markaðurinn trúir á áframhaldandi handaflsaðgerðir stjórnvalda til að halda uppi hagvexti, án minnsta tillits til hagkvæmni þeirra.

Einhvern tíma datt mér í hug að heiðra ætti Valgerði með því að nefna lónið við Kárahnjúka eftir henni. "Valgerðarvilpa" gæti það heitið. Það má vissulega segja að valkyrjunni og vinum hennar hafi tekist að koma efnahagslífinu á kaf í annars konar Valgerðarvilpu með glórulausum ríkissósíalisma og mjög svo trúverðugum loforðum um meira af slíku. Það að ætla að redda þessu með því að skipta um gjaldmiðil er svipað og að reyna að toga sjálfan sig upp á hárinu - upp úr Valgerðarvilpunni.

Kannski má bjarga þessu með því að fara að slá álkrónur aftur. Þær fljóta amk.


Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Jan. 2007
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.10.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 288250

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband