Frekja bíleigenda?

Þegar við lesum svona fréttir er ágætt að hafa í huga viðhorfið sem fram kemur í grein fyrrum borgarstjórans, Jóns Gnarr, í Fréttablaðinu í dag. Hann fjallar þar um þá "frekju" borgarbúa að vilja ekki þurfa að standa í að rúlla ruslatunnum sínum út á götu til að láta þær velkjast þar um í rokinu og að vilja að borgin sjái um að safna saman jólatrjám. Þetta þykir Jóni Gnarr frekja og virðist halda að viðhorf til þessara mála hafi eitthvað með pólitíska hugmyndafræði, gott ef ekki bara lífssýn, fólks að gera.

Á undanförnum árum höfum við horft upp á gatnakerfi bæjarins drabbast niður vegna viðhaldsleysis. Eflaust eru þeir sem gagnrýna þetta líka bara með frekju og eflaust snýst það mál allt saman um pólitíska hugmyndafræði í huga stjórnenda borgarinnar, "einkabílisma" og "nýfrjálshyggju" og gott ef ekki eitthvað þaðan af verra.

Á sama tíma hafa borgaryfirvöld ausið fé í að gera sitt besta til að hefta samgöngur. Hofsvallagatan er ágætt dæmi. Þótt hin súrrealísku fuglahús hafi nú verið fjarlægð stendur enn eftir tilgangslaus þrenging við Hringbrautina sem tefur stórum fyrir allri umferð. Ástæðan? Jú, það er hugmyndafræðilegt grundvallaratriði að hjólastígur, sem aldrei er notaður, sé báðum megin götunnar og sáluhjálparatriði að hjólreiðamennirnir sem aldrei sjást þurfi ekki að fara upp á gangstétt fimm metrum áður en komið er að gatnamótunum, en þá þurfa þeir þess hvort sem er.

Það er slæmt þegar fólk velst til valda í sveitarfélögum sem skilur ekki að hlutverk þess er að þjónusta íbúana, ekki að reyna að skipta sér af því hvernig þeir haga lífi sínu. Það er óskynsamlegt og óhagkvæmt að þvinga fólk til að rúlla ruslatunnum út á götu kvöldið áður en þær eru sóttar í mesta rokrassgati veraldar. Það er skynsamlegt að borgin sjái að hirða saman jólatré, þótt ekki sé nema vegna þess einfalda umhverfissjónarmiðs að þá verður miklu minna eldsneyti sóað í að hver og einn keyri þau á haugana á - ja, einkabílnum sínum (nema ætlunin sé að fólk dragi þau á eftir hjólinu). Það er heimskulegt að láta hjá líða að slá grasið á umferðareyjum, bara vegna þess að manni finnst njóli sniðugur. Það verður erfiðara að vinna á óræktinni seinna, vandamál vegna frjóofnæmis aukast og flestum finnst vel hirt umhverfi fallegra en órækt.

Ég er í það minnsta feginn að búa á Seltjarnarnesi þar sem vondir Sjálfstæðismenn eru við völd, hirða ruslið, slá grasið, fylla upp í holurnar, og sjá til þess að maður veit bara eiginlega ekkert af þeim, ekkert frekar en af góðum þjóni á vönduðum veitingastað.


mbl.is Sat uppi með tvö sprungin dekk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 52
  • Frá upphafi: 287314

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 52
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband