Samkvæmni, takk

Það er hárrétt hjá stjórn SUS að nýtingarréttur orkuauðlinda er best kominn hjá einkaaðilum. Í ljósi þess að hann er nú að mestu í eigu skattgreiðenda verður hins vegar að gæta þess að hann sé seldur einkaaðilunum á markaðsverði. Það var ekki gert í þessu tilfelli - hann var afhentur ókeypis.

Það er líka rétt að það er jákvætt að fá nýtt fjármagn í arðsaman rekstur. Stór hluti af kaupverðinu á HS er hins vegar greiddur með opinberu fé og kaupin hefðu væntanlega aldrei átt sér stað nema vegna þess að opinberir aðilar höfðu áður sóað fé skattgreiðenda í kaup á fyrirtækinu á allt of háu verði.

Að lokum tek ég heilshugar undir það sjónarmið að opinberar framkvæmdir séu ekki leiðin út úr kreppunni. En virkjanaframkvæmdirnar sem SUS deilir á stjórnvöld fyrir að hindra eru einmitt opinberar framkvæmdir (að því einu frátöldu að svo ólíklega færi að Norðurál fengist allt í einu til að borga margfaldan núverandi taxta fyrir orkuna og Magma færi svo í virkjanaframkvæmdir á grunni þess).


mbl.is SUS tekur kaupum Magma fagnandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Þá má ekki gleyma því að íslenskum hluthöfum í Atorku og Geysi Green var gefið langt nef. Áratuga sparnaður fjölmargra einkum einstaklinga komnum á miðan aldur varð gerður einskis virði. Þó er einkennilegt að skuldir og fjárhagslegir erfiðleikar Magma Energy eru ekki minni en þessara íslensku fyrirtækja. Munurinn er sá að skuldirnar og kúlulánin Magma eru ekki komin á gjalddaga.

Íslensku bankarnir keyrðu Atorku og Geysi Green í þrot. Vitað var um tímabundna erfiðleika í rekstri þessara félaga. Nú hafa hrægammar yfirtekið Atorku og fyrirtæki samsteypunnar munu sjálfsagt rétta úr kútnum hvert á fætur öðru. Þá voru eignirnar kjaftaðar niður: Þannig var Promens sagt vera einskis virði við slumpverðmat. Á sama tíma og hlutafé Atorku var fært niður í ekkert neitt var Promens talið vera milli 11 og 12 miljarða virði. Önnur fyrirtæki á borð við Jarðboranir eitthvað svipað en allt sparifé okkar smáhluthafanna var svikið í hendurnar á erlendu fyrirtæki sem hyggst vinna á svipuðum nótumog einokunarverslun Dana fyrr á öldum.

Hvort þeir SUSS menn hyggjast vænta umbunar frá hinu nýja einokunarfyrirtæki fyrir einstakan skilning á hagsmunum þess, skal ósagt látið.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 21.5.2010 kl. 11:02

2 Smámynd: corvus corax

Það er eins og áður, heimskan við bústjórn á bæjum fávitanna í SUS.

corvus corax, 21.5.2010 kl. 11:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 60
  • Frá upphafi: 287328

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 60
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband