Hefnd Íslands?

Illar tungur kynnu að segja að nú hafi Íslendingar gert bandalag við myrkraöflin um hefnd fyrir hryðjuverkalögin og Icesave. Næstu skilaboð samninganefndarinnar gætu orðið einföld: "You want more of that, or... ?"
mbl.is Öllu flugi um Lundúnir aflýst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Friðrik Friðriksson

Já góður punktur....þetta er hefnd íslands til allra vondu útlendingana...."You Ain't Seen Nothing Yet"

Friðrik Friðriksson, 15.4.2010 kl. 09:03

2 Smámynd: Jón Lárusson

Ég vil nú ekki meina að við höfum gert samning við myrkraöflin, heldur er þetta bara dæmi um það að Íslendingar eru Guði þóknanlegir. Það er ekki "season" fyrir engisprettufaraldur núna, þannig að það var bara dælt út öskulagi yfir þá sem eru að níðast á okkur og "frændur" okkar sem studdu ekki við bakið á okkur.

Jón Lárusson, 15.4.2010 kl. 09:17

3 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Þetta er góð skýring, Jón. En það skiptir kannski ekki öllu máli hvort það eru "góðu" eða "vondu" sem eru með manni í liði - ef það bara virkar, ekki satt?

Þorsteinn Siglaugsson, 15.4.2010 kl. 09:38

4 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Tek þessu að sjálfsögðu eins og gert er ráð fyrir, sem gálgahúmor, það er eiginlega það eina sem við manneskjur höfum gegn náttúruhamförum sem þessum, því þó að þetta skapi viss óþægindi hér í Evrópu, þá er það bara barnaleikur miðað við það sem dynur yfir bændur og búfé þarna á Fróni,hér komast íbúar milli landa  með öðrum hætti en flugi, og hér vona allir að þetta geri nú ekki alltof mikinn skaða á þegar hrjáðu Íslandi, en sé samt að þetta kemur eins og "pantað" fyrir þá sem nefndir eru í skýrslunni miklu, svo spurningin er hverjum illu/góðu öflin eru að hjálpa ?

Kristján Hilmarsson, 15.4.2010 kl. 09:54

5 Smámynd: Sævar Helgason

Fyrst rænum við Bretana og síðan sendum við þeim himnasendingu og stöðvum allt flg hjá þeim í óskilgreindan tima. Það slær okkur enginn við  eða eins og forseti vor sagði. " Við erum þjóðflokkur með einstakt gen"

Sævar Helgason, 15.4.2010 kl. 10:08

6 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Gott/vont, fer eftir því hvernig litið er á það.

Það er einmitt spáð stífri norðanátt á næstu dögum. Þá blæs þessu öllu út á haf og veldur litlu tjóni hér, en flugumferð milli Evrópu og Ameríku mun stöðvast.

IceSave, hvað er það?

Guðmundur Ásgeirsson, 15.4.2010 kl. 10:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 287738

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband