Ríkið er hinn nýi útrásarvíkingur

Það kemur ekki á óvart að lífeyrissjóðir hafi tapað á fjárfestingum sínum. Þeim hefur til langs tíma ekki tekist sérlega vel upp við að græða á fjárfestingum. Því er mikilvægt að forðast að líta á þetta tiltekna tap sem einangrað fyrirbæri; það er líklega miklu frekar afleiðing af slakri stjórnun og spillingu innan sjóðanna almennt.

Nú hafa margir komist að þeirri niðurstöðu að frjálst efnahagslíf sé liðin tíð en þess í stað sé nú runninn upp tími ríkisrekstrar á sem flestum sviðum. Þingmenn og hagsmunaaðilar hamast nú í sífellu á stjórnvöldum að "gera eitthvað" til að "efla atvinnulífið" eins og það er kallað.

Með öðrum orðum er verið að kalla eftir atvinnubótavinnu í ríkum mæli.

Í grófum dráttum virðist svo hugmyndin vera sú að vegna þess að ríkinu er til allrar hamingju óheimilt að taka frekari lán til framkvæmda verði fé lífeyrissjóðanna sett í þær. Ríkið er því hinn nýi útrásarvíkingur og nú skulu lífeyrissjóðirnir fjárfesta í framkvæmdum hans.

Hver verður arður eigenda lífeyrissjóðanna af starfsemi sem snýst um það eitt að "gera eitthvað" til að "efla atvinnulífið"? Hverjar eru arðsemiskröfurnar til slíkrar starfsemi? Felast þær aðallega í reiknaðri "þjóðhagslegri arðsemi", sem til þessa hefur gjarna aðallega snúist um að tvítelja afrakstur hingað og þangað? Hver reiknar kröfuna út? Hvernig stenst hún markaðskröfu?

Mig grunar því miður að arður lífeyrissjóðanna af atvinnubótavinnunni verði í það minnsta minni en arðurinn af fjárfestingum í fyrirtækjum útrásarvíkinganna. Líklegast er að hann verði minni en enginn. Því er rétt að búa sig undir talsverða skerðingu lífeyrisréttinda í framtíðinni.


mbl.is Töpuðu hundruðum milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 287375

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband