7.2.2018 | 18:52
Hver eru grundvallaratriðin?
Samkvæmt áætlunum um borgarlínu er vonast til að notkun almenningssamgangna aukist umtalsvert verði hún að veruleika. Umtalsvert er þó nokkuð tvírætt hugtak hér því notkunin er einfaldlega svo sáralítil að jafnvel þótt hún aukist umtalsvert verður hún áfram sáralítil, bara aðeins minna sáralítil.
Þetta eitt og sér þýðir auðvitað að þörfin fyrir umferðarmannvirki fyrir bíla minnkar í sjálfu sér ekki sem neinu nemur. En með því að leggja akreinar undir þessa strætisvagna, og minnka þar með rýmið fyrir bíla, verða umferðarteppurnar vitanlega verri og tíðari.
Gjarna hefur verið talað um að fyrst hægt er að koma upp svona kerfi í Stavanger í Noregi sé það alveg eins hægt hér. En stenst þetta? Höfuðborgarsvæðið, þ.e. flatarmál allra sveitarfélaga sem tilheyra því, er um eitt þúsund ferkílómetrar. Flatarmál Stavanger er 73 ferkílómetrar. Hér eru 200 íbúar á ferkílómetra. Þar eru þeir 2000. Íbúar á ferkílómetra í Stavanger eru þannig margfalt fleiri en á höfuðborgarsvæðinu, þ.e. þéttleiki byggðar, sem er grundvöllur fyrir svona verkefni, er til staðar þar, en hann er einfaldlega ekki til staðar hér.
Talsmenn borgarlínu vitna mikið til rannsóknar sem gerð var 2011 og sýnir að fylgni er milli afkastagetu vega og notkunar þeirra. Af þessu er gjarna dregin sú ályktun að þarna sé orsakasamhengi til staðar. Það er þó alls ósannað að svo sé.
En jafnvel þótt við gefum okkur að orsakasamhengið sé til staðar er það hins vegar líka til staðar þegar litið er á almenningssamgöngur. Sporvagnar, strætisvagnar og neðanjarðarlestir eru háð sama lögmálinu, að aukið framboð kalli á aukna eftirspurn. Þetta er hins vegar aldrei minnst á í umræðum um borgarlínuna.
Nú er farið að tala um áform um umfangsmikla bílastæðagerð við stöðvar borgarlínunnar í íbúðahverfum, til að fólk geti ekið þangað og tekið svo borgarlínuna. Sé þetta nauðsynlegt er auðvitað líka nauðsynlegt að gera það sama á áfangastaðnum. Verður borgarlínan þá kannski til þess að fólk þurfi að eiga tvo bíla? Annar er geymdur heima og svo skilinn eftir við stoppistöðina að morgni. Hinn er geymdur á áfangastaðnum og notaður til að aka til vinnu, því vinnustaðir fólks eru auðvitað ekki við hliðina á stoppistöðinni neitt frekar en heimili þess.
Og hver verður þá niðurstaðan? Stórfelldur kostnaður á hvert heimili við að búa til kerfi sem virkar ekki. Stóraukin bifreiðaeign og viðeigandi rekstrarkostnaður. Auknar umferðarteppur. Almenningur tapar. Verktakarnir og hönnuðirnir græða.
Tekist á um grundvallaratriði borgarlínu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
7.2.2018 | 12:03
Hvaða þingmaður?
Hvaða þingmaður ætlar nú að taka að sér að vera fyrstur til að bera upp tillögu um óháða úttekt á vinnubrögðum Hagstofunnar?
Eða er enginn á þingi sem hefur næga ábyrgðartilfinningu til að taka á þessu grafalvarlega máli þar sem gögn og útreikningar virðast meira og minna í einhverju rugli með þeim alvarlegu afleiðingum sem það hefur á alla ákvarðanatöku opinberra aðila og aðila vinnumarkaðarins?
Er þingmönnum alveg sama þótt hagtölur séu í vitleysu?
Eru þeir allir uppteknir af aukaatriðum sem engu máli skipta?
Er Helga Vala Helgadóttir orðin hin nýja allsherjarfyrirmynd þingmanna?
Furða sig á skýringum Hagstofunnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bloggfærslur 7. febrúar 2018
Um bloggið
Hitt og þetta
Bloggvinir
- agny
- graenar-lausnir
- bjarnijonsson
- bjornalexandermikli
- gattin
- dofri
- contact
- fhg
- gretaulfs
- gudni-is
- mosi
- bofs
- muggi69
- gudrunmagnea
- zeriaph
- holi
- haukurn
- diva73
- hlynurh
- ingibs
- ingolfursigurdsson
- fun
- jennystefania
- johnnybravo
- eyfeld
- jonbergsteinsson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- krist
- kristjan9
- loncexter
- ludvikjuliusson
- sleggjudomarinn
- magnuss
- svarthamar
- vestskafttenor
- otti
- runaro
- joklamus
- sigurjons
- stefanjul
- summi
- saemi7
- samy
- torfusamtokin
- vestfirdir
- thorsteinn
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (31.10.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 287709
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar