Rannsóknar er þörf

Eins og þekkt er hefur ríkið hingað til ekki riðið feitum hesti frá virkjanaframkvæmdum fyrir stóriðju. Orkusölusamningur vegna Kárahnjúka var langt undir raunverulegu kostnaðarverði svo dæmi sé nefnt.

Nú er virkjanagerðin í höndum einkaaðila sem ættu að vera færir um að tryggja sér viðunandi arðsemi af framkvæmdunum. Ríkið hefur þar enga ábyrgð.

En hvað um raforkuflutninginn, kostnað og fjárfestingar vegna hans? Er ekki nauðsynlegt að óháð rannsókn verði gerð á því hvort meðgjöfin hafi hugsanlega færst þangað, frá framkvæmdaaðilunum?


mbl.is Vill þjóðgarð frekar en virkjun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Trúverðugleikinn hvarf

Talsmenn BF halda því fram að þau hafi slitið stjórnarsamstarfi vegna "leyndarhyggju". En það er rangt. Flokkurinn var einfaldlega kominn að fótum fram og ætlaði að reyna að nýta sér óheppilega uppákomu til að auka við fylgi sitt. En kjósendur eru ekki alvitlausir. Þeir sáu í gegnum plottið og skiluðu sér heim til Samfylkingarinnar.

Það hefði verið heiðarlegra af forystumönnum BF að viðurkenna að stjórnarslit í óðagoti voru alvarleg mistök. Þá væri ekki jafn holur hljómur í slagorðum þeirra um heiðarlega framtíð og bætt vinnubrögð og raun ber vitni.

Það er svo enn pínlegra þegar nú er tekið til við að lýsa því yfir að tap flokksins sé í rauninni sigur. Það er komið ágætis efni í nokkur ný "newspeak" hugtök:

Svik eru heiðarleiki.

Óðagot er yfirvegun.

Tap er sigur.


mbl.is Tap en samt sigurvegari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sama skipting og síðast

Það er ekki úr vegi að bera niðurstöður kosninganna saman við síðustu kosningar út frá stöðu flokka á pólitíska litrófinu. Hér er í raun enginn hægriflokkur, en nokkrir miðjuflokkar og nokkrir vinstriflokkar. Samfylking, VG og Píratar gætu talist til vinstri flokka. Afgangurinn miðju- og kannski aðeins út í hægri. Flokk fólksins set ég í þann hóp líka þótt um það megi auðvitað deila.

Miðað við þetta fá miðjuflokkarnir nú 39 þingmenn og vinstriflokkarnir 24. Síðast fengu miðjuflokkarnir 40 þingmenn en vinstriflokkarnir 23.

Samkvæmt þessu er skiptingin á hinu pólitíska litrófi eiginlega alveg óbreytt. Eðlilegast væri því að mynduð yrði stjórn miðju- hægriflokka eigi hún að endurspegla áherslur kjósenda. Skynsamlegast væri hins vegar kannski við þessar aðstæður að VG og Sjálfstæðisflokkur yrðu burðarásar í ríkisstjórn því þannig mætti ná hvað breiðastri sátt um málefnaáherslur.


mbl.is Eru stærri en fá færri þingmenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 29. október 2017

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 287358

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband