Það er reyndar ein regla

Það er svo sannarlega sérstakt að upplifa umferðina í indverskri borg. Öllu ægir saman, bílum, vélhjólum, reiðhjólum, gangandi fólki, ösnum, uxakerrum og, síðast en ekki síst heilögum kúm. En í öllu þessu kraðaki er það samt svo að allir komast á endanum leiðar sinnar, og reyndar hraðar en ef um væri að ræða jafn þétta og flókna umferð í vestrænni borg.

Það gildir nefnilega ein regla. Hún er sú að um leið og þú hugsir um eigið öryggi og að koma sjálfum þér áfram hugsir þú líka um að aðrir komist áfram og lendi ekki í tjóni. Það er tillitssemin sem gildir og hún er ákaflega gagnleg regla.


mbl.is Ein umferðarregla: það eru engar reglur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Furðuumræða um ekki-frétt

Hvaða máli skiptir það eiginlega hvort þessi ágæta skýrsla kom út fyrir eða eftir kosningar?

Í henni stendur vitanlega ekki annað en það sem allir máttu vita fyrir: Þegar verðtryggðar húsnæðisskuldir voru lækkaðar hlutfallslega lækkuðu þær mest hjá þeim sem mest skulduðu og eðlilega var það tekjuhæsti hópurinn, sem fjárfest hafði í dýrasta húsnæðinu.

Stjórnarandstæðingar hafa í sjálfu sér litla ástæðu til að bölsótast yfir því að skýrslan hafi ekki komið út fyrir kosningar. Það vissu allir hvernig þessi "leiðrétting" virkaði og ekki man ég nú betur en að vinstrimenn hafi einmitt hamrað á því í kosningabaráttunni.

Hver er þá fréttin?


mbl.is Skýrslan var tilbúin fyrir kosningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 28. janúar 2017

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 9
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 59
  • Frá upphafi: 287324

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 59
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband