Trump Grill

Við fjölskyldan fengum okkur hádegisverð á Trump Grill í New York í sumar. Þar fengum við einhverjar bestu steikur sem við höfum smakkað. Þjónustan var fín og rauðvínið einnig, ræktað á búgarði Trumpsa kallsins sjálfs.

Trump staðirnir munu notast við hinar frægu Trump Steaks, sem framleiðandinn auglýsti eitt sinn eftirminnilega með frasanum "Trump steaks, just raised the stakes!"

-----

Það kemur ekki á óvart að Trump bregðist ókvæða við þegar veitingastaðurinn hans fær slæma gagnrýni. Ólíkt mörgum stjórnmálamönnum er hann mikill tilfinningamaður og hitnar auðveldlega í hamsi. Það hefur oft komið honum í koll, en er kannski líka ein meginástæðan fyrir því fylgi sem hann hlaut. Fólki þótti Trump mannlegur, en Hillary köld og fráhrindandi.

Margir hafa hins vegar áhyggjur af að þetta skapferli kunni að valda Trump vanda í embætti forseta. Leigubílstjóri í Washington DC sagði mér um daginn að hann hefði mestar áhyggjur af að kónar á borð við Pútín myndu eiga auðvelt með að hagnýta sér sakleysi og reynsluleysi Trumps í stjórnmálum og plata hann út í alls kyns vitleysu. Hann sagði þetta viðtekið viðhorf meðal fólks í höfuðborginni.


mbl.is Metfjöldi áskrifta eftir árás Trump
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vaxtastefna byggð á vanþekkingu

Vaxtastefna Seðlabankans miðast við hagstjórn í lokuðu hagkerfi. Í opnu hagkerfi þar sem háir vextir hvetja til vaxtamunaviðskipta á slík stefna ekki við. Þetta var meginástæða þess að íslenska krónan ofreis og hrundi svo árið 2008. Þess er eflaust skammt að bíða að þetta gerist aftur.

Vandinn er, að þeir sem stýra Seðlabankanum skilja hvorki forsendur þeirra kenninga sem þeir vinna eftir né hvernig hagkerfið virkar.


mbl.is Svigrúm til frekari vaxtalækkana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 16. desember 2016

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 287379

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband