Ekki auðlindagjald heldur einkaréttargjald

Það er alveg rétt hjá ráðherra að fyrirtæki sem nýta auðlindir ættu öll að sitja við sama borð. Sjávarútvegurinn meðtalinn.

Áður en kvótakerfi var komið á greiddi útgerðin ekkert sérstakt gjald fyrir aðgang að fiskimiðunum og engum datt í hug að krefja hana um það.

En hvers vegna er það talið sjálfsagt nú? Hvað breyttist?

Það sem breyttist var að ríkið úthlutaði einkarétti til að nýta fiskimiðin til tiltekinna útgerðarfélaga. Það er stór munur á að nýta auðlind í krafti almenns réttar og í krafti einkaréttar.

Krafan um að útgerðarfélög greiði gjald fyrir aðgang að fiskimiðunum grundvallast ekki á því að þar sé um að ræða greiðslu fyrir afnot af auðlind almennt séð, heldur að þau skuli greiða fyrir einkarétt sem þau hafa fengið til að nýta þessa auðlind.

Ferðaþjónustufyrirtæki greiða ekkert fyrir að fara með fólk til Þingvalla. En ef réttinum til þeirra ferða yrði úthlutað til tiltekinna fyrirtækja og ekki annarra, kæmi eðlilega upp krafa um að greitt væri fyrir þann rétt.

Hvalaskoðunarbátar greiða ekkert fyrir að sýna fólki hvali, en ef ríkið úthlutaði réttinum til sumra hvalaskoðunarbáta og ekki annarra, kæmi að sjálfsögðu upp krafa um að greitt yrði fyrir þann rétt.

Aðgerðir borgaryfirvalda til að takmarka fjölda veitingastaða í miðbænum munu með tíð og tíma skapa þeim sem fyrir eru arð í krafti einkaréttar. Þróunin er sambærileg við það sem átti sér stað eftir að kvótakerfi í sjávarútvegi var komið á. Sjálfsagt er að farið verði að huga að því að þeir greiði fyrir þann einkarétt. En engum dytti í hug að rukka fyrir aðgang að vegfarendum á Laugaveginum hefðu allir á markaðnum jafnan aðgang.

Sama á við um önnur einkaréttindi, hvort sem þau snúa að flugi, flutningum, fjarskiptum eða öðru slíku: Fyrir einkaréttindi og einokunarréttindi teljum við sjálfsagt að sé greitt, þótt enginn geri kröfu um sérstaka greiðslu fyrir að nýta auðlind sem öllum er frjálst að nýta.

Það er því ónákvæmni af þingmanninum að spyrja um arð af auðlind. Auðlindir skila ekkert endilega neinum arði. Sjávarútvegurinn gerði það til dæmis ekki á árum áður. Einkaréttur til að nýta auðlind getur hins vegar skilað arði og í tilfelli sjávarútvegsins gerir hann það. Fólk getur svo greint á um hvort full greiðsla kemur fyrir þennan einkarétt og hvernig réttast er að ákvarða hana.


mbl.is Veiðigjöld ekki sanngjörn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjónarsviptir

Það verður missir að Ögmundi Jónassyni úr stjórnmálunum. Eins og glöggt kom fram á síðasta kjörtímabili er Ögmundur einn þeirra manna sem láta réttlætiskennd og skoðanafestu ráða fremur en flokkshollustu. Slíkir stjórnmálamenn eru allt of fáir.


mbl.is Ögmundur hyggst kveðja þing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Maí 2016
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband