Afsökunarbeiðni Danielle Smith og Guðni Th. Jóhannesson

Enn hafa ekki margir stjórnmálamenn beðist afsökunar á framferði sínu undanfarin tæp þrjú ár, hvort sem það hefur snúist um að eyðileggja framtíð barna, drepa fólk úr hungri eða reka það úr starfi vegna afstöðu til lyfjagjafar. Imran Khan, forsætisráðherra Pakistans bað þó þjóð sína afsökunar á "sóttvarnaraðgerðum" strax í apríl 2020, sérstaklega daglaunafólkið, götusalana og annað fátækt fólk sem þurfti að þola hungur og gat ekki fætt börn sín. Einhverjir fleiri þjóðarleiðtogar hafa viðurkennt að hafa gengið of langt. En Danielle Smith, forsætisráðherra Albertafylkis í Kanada er fyrst til að biðjast fyrirgefningar á að hafa rekið ríkisstarfsmenn úr starfi fyrir að þiggja ekki bóluefnin.
Nú bíðum við og sjáum hvort fleiri leiðtogar stíga fram og biðjast fyrirgefningar á þeim skaða sem þeir hafa valdið öðrum með þvingunum eða ákalli um útilokun, án þess að reyna að réttlæta gjörðir sínar. Hér má t.d. nefna Guðna Th. Jóhannesson sem í þingsetningarræðu á síðasta ári sakaði þá sem ekki þáðu "bólusetningu" við kóvít um að nýta sér "rangsnúinn" rétt "til að smita aðra".
Við, þessi fámenni hópur, sem horfði fremur á gögn og rannsóknir en hræðsluáróðursfundi "þríeykisins"; sem héldum haus fremur en að verða sjúkleikanum að bráð, höfum þurft að þola atlögur frá fólki sem við töldum til vina okkar, ásakanir um geðbilun og illmennsku, bíðum einnig. En kannski er sú bið til einskis?
Jeffrey Tucker fjallar hér um fyrirgefninguna, og bendir á að hún snýst ekki aðeins um einstaklinginn sjálfan, heldur snýst hún ekki síður um samfélagið, sá sem getur beðist fyrirgefningar er um leið að þroska sjálfan sig í samfélagi við aðra. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 22
  • Sl. viku: 45
  • Frá upphafi: 287295

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 44
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband