Hamfaraklám í boði æsingamanns

"Fimmti hver sem smitast af veirunni veikist illa" staðhæfir þessi einstaklingur, og ekki í fyrsta sinn sem hann fer fram með staðlausa stafi um þessa pest.

Staðreyndin er sú að 95% þeirra sem smitast af kórónaveirunni finna engin eða væg einkenni. Það er því tuttugasti hver, ekki fimmti hver sem veikist, og algengustu veikindin eru sambærileg venjulegri flensu.

"Fjórðungurinn af þeim (sem veikjast) verða fárveikir eða deyja" staðhæfir einstaklingurinn líka. Það væru þá 5% þeirra sem smitast í raun og veru, en 10% af þeim sem æsingamaðurinn segir smitast. Sé byggt á niðurstöðum skimana og ónæmisrannsókn ÍE er raunhæft að áætla að um 12.000 manns hafi smitast af veirunni hérlendis. Innlagnir á sjúkrahús eru samtals 327. Það eru ríflega 2,5% þeirra sem hafa smitast, en auðvitað staðhæfir æsingamaðurinn að talan sé fjórfalt hærri.

Þessi umfjöllum Morgunblaðsins er glöggt dæmi um það sem gerist þegar fjölmiðlar láta staðreyndir og gagnrýna umfjöllun lönd og leið, en dæla þess í stað út ósannindum eins og enginn sé morgundagurinn.

Hvers vegna? Jú, til að þjóna hamfarablætinu sem hefur gripið um sig í samfélaginu. Það er eina skýringin á því að á ársafmæli veirufársins er hvergi minnst á þær tugþúsundir sem lífsviðurværið hefur verið hirt af, hvergi minnst á efnahagslegu skakkaföllin sem munu stórskaða heilbrigðis- og velferðarkerfið til framtíðar, hvergi minnst á unga fólkið sem sér upp til hópa framtíð sína í uppnámi vegna lokana og hindrana. Hvergi minnst á öll dauðsföllin sem af þessu leiða og verða þegar upp er staðið án nokkurs minnsta vafa margfalt fleiri en nokkurn tíma hefðu getað látist úr pestinni.

Vandaður fjölmiðill gætir jafnvægis í umfjöllun sinni, en einblínir ekki aðeins á eina hlið og velur sér ekki heimildarmenn sem hafa sýnt sig að því að vera ekki treystandi.

Ég hef verið áskrifandi að Morgunblaðinu í þrjátíu ár, vegna þess að í megindráttum hefur verið hægt að treysta því að blaðamennskan standist lágmarkskröfur. Ég vona að ég þurfi ekki að fara að hætta því.


mbl.is Fór fram úr okkar björtustu vonum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Mbl fór ekki heldur neinum orðum um það að kommúnistarnir í Kína eru farnir að skima eftir smituðum með því að stinga extra löngu eyrnapinnunum upp í afturendann á fólki, þá er víst um mun áreiðanlegri niðurstöðu að ræða.

Nú er fer að ríða á fyrir "hamfarakláms" fólkið að trekkja sem flesta í bólusetningu svo það geti sagt að það hafi bjargað heiminum. Annars er hætta á að tjara og fiður komist einn ganginn enn í tísku.

Magnús Sigurðsson, 27.2.2021 kl. 13:13

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ef bólusetningin verður til þess að ráða niðurlögum hamfarablætisins, gott og vel. En ég óttast að svo sé ekki, miðað við fregnir af því að þrátt fyrir bólusetningu sé fólki áfram skylt að bera nokkur lög af grímum, halda sig frá öðrum og svo framvegis af því að "ný afbrigði" séu sífellt að skjóta upp kollinum.

Þorsteinn Siglaugsson, 27.2.2021 kl. 14:42

3 Smámynd: Geir Ágústsson

„Það er svo ótrú­lega margt sem við höf­um lært á þessu ári,“ er sagt, um leið og örfá smit eru ennþá notuð sem ástæða til að loka hér og þar, rétt eins og það sé enn marsmánuðir 2020 þegar menn vissu lítið og höfðu ekkert lært.

Svo hafa menn lært eitthvað? Eða hafa menn ekkert lært? Hér fara orð og gjörðir ekki saman.

Geir Ágústsson, 4.3.2021 kl. 18:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband