Þegar heildarmyndin hverfur

Þessi grein er skýrt dæmi um það sem gerist þegar heildarmyndin hverfur og allur fókusinn fer á eitthvað eitt, sem skiptir auk þess engu sérstöku máli.

Hér er engar upplýsingar að finna um að samdráttur á þriðja fjórðungi ársins á Íslandi er meira en tvöfaldur samdrátturinn í Evrópu.

Engar upplýsingar um að tugþúsundir fólks hafa misst vinnuna vegna misráðinna aðgerða stjórnvalda.

Engar upplýsingar um þá stórfelldu truflun sem heimskulegar reglur hafa valdið á námi barna og ungmenna.

Engar upplýsingar um stórfellda aukningu sjálfsvíga.

Og þannig má lengi telja.

Því það er ekkert sem skiptir máli nema fjöldi smita. Allt annað er aukaatriði.


mbl.is Aðgerðir Íslands mærðar í Nature
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Og viðmælendurnir þeir sem hrósa sjálfum sér fyrir "góð" viðbrögð ! ! ! Ef þú vilt fá góðar niðurstöður talarðu við þá sem hafa hagsmuna að gæta.

Tómas Ibsen Halldórsson, 3.12.2020 kl. 11:43

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Að sjálfsögðu. Bara þá!

Þorsteinn Siglaugsson, 3.12.2020 kl. 11:50

3 identicon

Sæll.

-Viðspyrnan hér er líka spáð að verður töluvert meiri, en í nágrannalöndum, og þar af leiðandi atvinnuleysið, sbr IMF, OECD. Þegar kreppir að, er kostur að vera í litlu hagkerfi, þó svo að það séu gallar. Þetta kemur í ljós.  

-Atvinnuleysið er erfitt ástand sem líður hjá fyrir langflesta, þegar Ferðaþjónustan kemst á skrið aftur. [[Atvinnuleysið skýrist líka að einhverju leyti af sjálfvirknivæðingu og var trendið byrjað fyrir COVID (sjálfvirk frystihús, lokun bankaútibúa, sjálfsafgreiðslukassar, chatbottar (kannski minnstu áhrifin að þeim)). Aðgerðir innanlands hafa lítil áhrif á fiskkaupendur út i heimi eða aðra sem kaupa ýmislegt af okkur. [[Eftir COVID-19; það er sprenging að eiga sér í róbótaiðnaðinum og samþætting þessara iðntækja með vélanámi eru tækin mun öflugri og geta gert mun flóknari hluti, ég hef miklu meiri áhyggjur að því atvinnuleysi sem úr því kemur heldur en atvinnuleysinu akkúrat núna, því þetta er meira og minna ferðaþjónustan sem nær sér á strik; mæli með Ritinu ,,Ísland og fjórða iðnbyltingin" sem forsætisráðherra lét útbúa af sérfræðingum í verkgreinum, gervigreind og öðru slíku]]


- Sjálfsmorð eru skelfilegur fylgifiskur kreppa. En það var ekki einu sinni hægt að koma í veg fyrir metár í sálrænni óheilsu (þ.a.m. sjálfsvígum og tilraunum til sjálfsvíga) í Svíþjóð, sem hefur kannski farið hvað vægast í aðgerðir (https://www.aftonbladet.se/nyheter/a/41qj5e/ny-rekordniva-for-psykisk-ohalsa).

Johann Gizurarson (IP-tala skráð) 3.12.2020 kl. 14:01

4 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Í greininni stendur: "Þá þykir lág dán­artíðni hér á landi vekja at­hygli."

Það er okkur þó til hróss að hafa ekki talið með fórnarlömb bílslysa og annarra ótengdra áfalla eins og svo margir aðrir.

Ásgrímur Hartmannsson, 3.12.2020 kl. 15:38

5 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Ég var reyndar búin að sjá þetta myndband sem minnst er á í greininni. Tók litið mark á því - hélt þetta væri bara starfsmaður ÍE.

Ragnhildur Kolka, 3.12.2020 kl. 21:48

6 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ég horfði á þetta að hluta. Það er sama marki brennt og megnið af annarri umfjöllun um þetta. Yfirborðslegt og einungis fjallað um eitt - guess what.

Þorsteinn Siglaugsson, 3.12.2020 kl. 23:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband