Nú á að ráðast á börnin - fyrir alvöru

Það er alkunna að börnum er engin hætta búin af kórónaveirunni.

Það er einnig augljóst að engin frekari hætta er á að börn á efri stigum grunnskóla beri smit í viðkvæma hópa en börn á neðri stigum eða í leikskólum. Líkurnar eru raunar meiri á því að yngri börn geri það, því þau eru líklegri til að vera í gæslu hjá öfum og ömmum.

Það eru því engin rök fyrir því að trufla nám grunnskólabarna í efri bekkjum. Sama gildir um framhaldsskólanema. Þeim er heldur engin hætta búin af veirunni og líkurnar á að þeir beri smit í þá sem viðkvæmir eru, eru alveg jafn litlar og varðandi börn í efri bekkjum grunnskóla.

Hvert er markmið menntamálaráðherra? Er markmiðið að skaða námsframvindu barna? Er markmiðið að auka ójöfnuð með því að ráðast gegn þeim börnum sem hafa verstar aðstæður til að bjargast í gegnum ruglið með heimavinnu? 

Ég kalla eftir því að menntamálaráðherra svari þessu.


mbl.is Takmarkanir í efstu stigum grunnskóla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórdís Björk Sigurþórsdóttir

https://www.dv.is/frettir/2020/10/30/elisabetu-gudmundsdottur-skurdlaekni-sagt-upp-storfum-telur-uppsognina-tengjast-skodunum-hennar-sottvarnaadgerdum/

Þórdís Björk Sigurþórsdóttir, 30.10.2020 kl. 15:59

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ég hef heyrt um fjölda lækna sem þora ekki að láta skoðanir sínar í ljósi. Læknar eru nefnilega upp til hópa skynsamt fólk sem getur gert sér grein fyrir heildarmynd hlutanna. En þeir vita að þetta er það sem gerist ef þeir gagnrýna yfirvöld.

Þorsteinn Siglaugsson, 30.10.2020 kl. 16:05

3 identicon

Sæll.

Þessar aðgerðir eru alveg út í hött. Öndunarfærasýking sem rúmlega 99,9% nær sér af fellir ekki úr gildi fundafrelsi, atvinnufrelsi né önnur grundvallarréttindi borgaranna. 

Í annan stað má nefna að þessar hópsýkingar komu upp þrátt fyrir að verulegar takmarkanir væru í gildi. Margt bendir til þess að þessar lokanir virki einfaldlega ekki eða í besta falli afar takmarkað.

Í þriðja lagi má nefna að þegar kúrfan er flött út lengir það þann tíma sem það tekur fyrir vírusinn að fara í gegn. Það veldur því að þjóðfélög þurfa að lifa lengur með þessum vírus. Ef ekkert hefði verið gert, annað en verja viðkvæma hópa, væru sýkingar mun færri en þær eru nú. 

Þetta er sú nálgun sem fara þarf:

https://gbdeclaration.org/

Helgi (IP-tala skráð) 30.10.2020 kl. 17:55

4 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Þessi framganga er glæpsamleg. Það er ekki nóg með að þetta fólk, bæði ríkisstjórn, landlæknir og sóttvarnalæknir, og ekki síst forstjóri ÍE, beri ábyrgð á þarflausum dauðsföllum þeirra sem viðkvæmir eru, heldur bera þau líka ábyrgð á hörmungum, heilsubresti og dauða þeirra sem verða fyrir barðinu á hinum yfirgengilega heimskulegu sóttvarnaraðgerðum þeirra.

Þetta fólk hefur ekki lengur neitt lögmætt umboð. Það þarf að koma því frá, rétta yfir því og dæma það til refsingar. Það er það sem á að gera við glæpamenn.

Þorsteinn Siglaugsson, 30.10.2020 kl. 18:19

5 Smámynd: Sylvía

Kæra þetta lið fyrir landráð. Ekkert annað í stöðunni. Þau hlýða bara erlendum öflum í þessum fasisma.

Sylvía , 31.10.2020 kl. 15:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband