Hvernig dettur fólki í hug að treysta Kára Stefánssyni fyrir hagsmunum lands og þjóðar?

Enn og aftur kemur á daginn hvernig Kári Stefánsson hegðar sér eins og óþekkur og frekur krakki þegar ekki er strax stokkið til eftir öllum dyntum hans, og jafnvel líka þegar stokkið er til.

Mig er farið að gruna sterklega að frá hans hálfu snúist málið allt um að spila með fólk. Hann leggur til að skimað verði á landamærum. Nokkuð sem hvergi annars staðar er gert. Hvers vegna? Hann veit auðvitað að einungis ÍE hefur burði til að standa að þessu. Þar með hefur hann ráð stjórnvalda í hendi sér. Hann gerir þau háð ÍE. Svo, vegna þess, að því er virðist, að forsætisráðherra bregst ekki við bréfi hans frá 1. júlí nákvæmlega á einhvern þann hátt sem hann, eftir á, krafðist, er rokið til og hótað að hætta framkvæmdinni.

Stjórnvöld þurfa að losa sig úr þessari úlfakreppu. Ekki seinna en strax. Hætta þessum vitleysislegu skimunum, sem augljóst er orðið að þjóna engum tilgangi, halda landinu opnu fyrir fólki frá öruggum svæðum, en lokuðu gagnvart öðrum, og nýta afkastagetu spítalans og heilsugæslunnar til að taka tilviljanakennd sýni og bregðast við hópsýkingum.

Ekki láta þennan bullukoll halda áfram að spila með ykkur, ágæta ríkisstjórn! Það er nóg komið!


mbl.is „Gjörsamlega útilokað“ að taka við á þriðjudag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Á sama tíma eru tvær efstu hæðir veirufræðideilar Landspítalans ónýtar vegna myglu. Þessi úlfakreppa er ekki nýtilkomin heldur hefur hún verið í uppsiglingu árum saman.

Veirufræðinni á að finna nýtt og viðunandi húsnæði ekki seinna en á morgun. Svo á að sprengja ónýta húsið í Ármúla 1a til grunna og skila leifunum í spilliefnamóttöku.

Guðmundur Ásgeirsson, 6.7.2020 kl. 22:22

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Þetta er auðvitað eftir öðru hérlendis Guðmundur. Verst að þeir Jón Múli og Jónas Árnasynir skuli ekki vera á lífi lengur. Þeir hefðu þá getað gert úr þessu ágætis revíu.

Þorsteinn Siglaugsson, 6.7.2020 kl. 23:03

3 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Kári er bara að afhjúpa íslenska heilbrigðiskerfið/starfsmenn sem ónothæft, gagnslaust bákn. Vitleysingar gera ekkert með nýtt hús, það fer bara eins og gamlahúsið í höndunum á þeim.

Áætlanabúskapur að sovéskri fyrirmynd virkar einfaldlega ekki.

Guðmundur Jónsson, 7.7.2020 kl. 09:02

4 Smámynd: Hörður Þormar

Einkaframtak - nefndir.

Kári - Kata (Svandís).

Hörður Þormar, 7.7.2020 kl. 09:38

5 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Svona af því að þú spyrð, þá megum við bara þakka kurteislega fyrir, ekki aðeins Kára sjálfum heldur öllu hans starfsfólki.  Einhverjir gera því skóna að IE hafi grætt á framtakinu vegna sýnatökunnar sjálfrar (sem er ósannað) - en hver greiddi fólkinu launin á meðan? Hvað þá annan fastakostnað vegna rekstursins?
Skoðanir á því hvort skimun hafi verið réttlætanleg eða ekki er svo annað mál, enda hefði okkar fjársvelta heilbrigðiskerfi aldrei ráðið við það verkefni.

Kolbrún Hilmars, 7.7.2020 kl. 16:20

6 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Kári ræður við að hugsa strategískt. Það eru ekki margir sem ráða við það. Hann sýndi það þegar hann fékk þingið til að samþykkja ríkisábyrgð á fyrirtæki sitt á sínum tíma. Einnig þegar hann plataði þúsundir manna til að setja sparifé sitt í fyrirtækið. Og öll hans athafnasemi nú er líka strategísk. Það er bara enn ekki komið endanlega í ljós hvert markmiðið er. Þó er eitt komið í ljós: Markmiðið er ekki að aðstoða stjórnvöld. Því ef svo væri þá hefði framréttri hjálparhönd ekki verið kippt til baka fyrirvaralaust á versta tíma.

Þorsteinn Siglaugsson, 8.7.2020 kl. 08:48

7 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Ég held að fáir ef nokkrir séu svo vitlausir að halda að Kári hafi gert þetta af góðmennsku.

Kári sá bara tækifæri í að taka þetta að sér. Hann gerði það hraðar og betur en Katrín og hennar hyski hefði getað gert og allir græða.

Guðmundur Jónsson, 8.7.2020 kl. 19:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 287269

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband