Sjóðfélagar stýri lífeyrissjóðum

Það er rétt að það er nauðsynlegt að losna við fulltrúa atvinnurekenda úr stjórnum lífeyrissjóða. En það er líklega enn brýnna að losna við fulltrúa verkalýðsfélaga úr stjórnum þessara sjóða.

Tilgangur lífeyrissjóða er að ávaxta sem best fjármuni sjóðfélaga. Það verður aldrei gert ef sjóðunum er beitt sem vopnum í einhverri kjarabaráttu. Eðlilegast er að sjóðfélagar sjálfir kjósi stjórnir sjóðanna milliliðalaust.


mbl.is Meta þurfi stöðu æðstu stjórnenda Icelandair
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Örn Gunnlaugsson

Atvinnurekendur hafa alltaf verið fljótir að samþykkja hækkun á mótframlagi, þar sem stærri fyrirtækin hafa geta ráðskast með lánsfé úr sjóðunum. Mótframlagið er jú bara hluti af laununum í reynd og hentar launagreiðendum betur að því sé haldið í lífeyrissjóðunum. Þetta er engan vegin ásættanlegt enda eiga launagreiðendur ekki það fé sem liggur í lífeyrissjóðunum. Nú kemur hins vegar vel í ljós hvað það er gjörsamlega galið að verkalýðsforingjar skuli eiga aðild að stjórn lífeyrissjóðanna þar sem horfa á fram hjá hagstæðustu fjárfestingarkostum en nota þá þess í stað sem stríðstól. Foringjarnir sem nú eru með þennan látbragðsleik verða svo fljótir að kaupa flugmiða hjá þeim sem býður lægsta verðið burtséð frá því hvaða kjörum flugfólkið er á. Primera hafði fjölda viðskiptavina sem ég leyfi mér að efast um að hafi allir verið harðkapítalistar og atvinnurekendur. Reyndar eru lífeyrissjóðirnir orðnir úreltir. Þeir eru bara aukin skattheimta þar sem útgreiðslur úr þeim skerða greiðslur almannatrygginga. En meðan lífeyrissjóðirnir eru enn til eiga sjóðsfélagar að kjósa stjórnendur þeirra beinni kosningu.

Örn Gunnlaugsson, 20.5.2020 kl. 14:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 3
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 287182

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband