Ég vissi ekki að það væri ...

... hlutverk seðlabankastjóra að standa í kjarasamningum.

Hlutverk seðlabanka er að beita stjórntækjum sínum til að halda verðbólgu í skefjum. Til þess þarf fólk sem kann að fara með þau stjórntæki. Skoðanir þess fólks á réttmæti launakrafna koma verkefninu ekkert við. Ekki frekar en skoðanir þess á skattamálum, bíltegundum eða hárgreiðslu.

En hjá sumum er hugsunin öll í graut. Eins og endranær.


mbl.is Skipun Ásgeirs „hörmu­leg­ar frétt­ir“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nei það er rétt. Hlutverk hans er allt annað. Ég þekki manninn ekkert svo ég ætla lítið að tjá mig um hvort þetta er rétti maðurinn í verkið. En aðkoma hans að hruninu gegnum Kaupþing mælir nú ekkert endilega með honum í starfið.

Jósef Smári Ásmundsson (IP-tala skráð) 26.7.2019 kl. 15:10

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Veit ekki hvað þú átt við með aðkomu hans að hruninu. Veit ekki annað en að Ásgeir hafi verið yfir greiningardeild Kaupþings. Hann tók ekki ákvarðanir um fjárfestingar eða lánveitingar.

Þorsteinn Siglaugsson, 27.7.2019 kl. 12:47

3 identicon

Sem yfirmaður greiningardeildar Kaupþings hefði hann átt að gera sér grein fyrir í hvað stefndi hjá bankanum, ekki satt?

Jósef Smári Ásmundsson (IP-tala skráð) 27.7.2019 kl. 16:35

4 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Að sjálfsögðu hefði hann átt að gera sér grein fyrir að bankahrun væri yfirvofandi. Eins og allir aðrir sem störfuðu í fjármálageiranum. Þetta hlýtur að vera ómögulegt fólk allt saman fyrst það getur ekki spáð betur fyrir um slíka atburði. Það er nú eitthvað annað en allir þeir sem störfuðu ekki í bankageiranum, en tókst þó svo afspyrnu vel að spá fyrir um bankahrunið - reyndar ekki fyrr en eftir að það átti sér stað.

Þorsteinn Siglaugsson, 30.7.2019 kl. 13:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 287275

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband