Popúlisminn í hnotskurn

Það er dæmigert fyrir popúlista á borð við Vilhjálm Birgisson og Ragnar Þór að bregðast við málefnalegum rökum með persónulegu skítkasti, útúrsnúningum og ósannindum. Málflutningurinn gengur út á að höfða til tilfinninga en forðast málefnalega umræðu eins og heitan eldinn. Þetta er popúlisminn í hnotskurn.


mbl.is Vegið að æru föður Þorsteins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

"Að höfða til tilfinninga en forðast málefnalega umræðu eins og heitan eldinn" - er ekki popúlismi, hvorki í hnotskurn né öðru.

Popúlismi er einfaldlega stjórnmálastefna sem gengur út á að setja hagsmuni almennings í öndvegi, framar sérhagsmunum elítunnar.

Þess vegna verð ég alltaf stoltur ef einhver kallar mig popúlista, því það gefur til kynna að ég sé á réttri leið frekar en rangri.

Guðmundur Ásgeirsson, 22.6.2019 kl. 13:41

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Víglundur Þorsteinsson virðist sannarlega hafa átt sér góðar málsbætur í þessu máli, en málflutningur Vilhjálms Birgissonar gekk samt EKKI út á "persónulegt skítkast" né "að höfða til tilfinninga" fremur en til efnisraka. Ég get ekki séð, að sá sé háttur Vilhjálms að ráðast þarna á persónuna; hann var hins vegar, með réttu eða röngu, að gagnrýna fyrirtæki Víglundar.

En þér, Þorsteinn, er greinilega illa við bæði Vilhjálm í Verkalýðsfélagi Akraness og Ragnar Þór í VR vegna andstöðu þeirra við þriðja orkupakkann, sem virðist þér yfirmáta-heilagur, þótt hvergi verði sýnt fram á nauðsyn eða gagnsemi hans fyrir okkur Íslendinga!

Ertu hér að gera lítið úr þessum verkalýðsforingjum báðum til að halda áfram skæruhernaði þínum gegn verjendum Íslands í orkupakkamálinu, já, í þetta sinn með því að varpa rýrð á trúverðugleika Vilhjálms og Ragnars Þórs?

Jón Valur Jensson, 22.6.2019 kl. 13:52

3 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Þú hefur þína eigin prívat skilgreiningu á hugtakinu popúlismi Guðmundur. Það er ekki sú skilgreining sem flestir aðrir nota. En þér er það auðvitað frjálst.

Jón Valur: Þorsteinn setur fram málefnaleg rök. Vilhjálmur svarar ekki málefnalega heldur með því að fara í manninn. Þriðji orkupakkinn kemur þessu máli ekkert við, þótt þér geti kannski þótt erfitt að skilja það.

Þorsteinn Siglaugsson, 22.6.2019 kl. 16:02

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Populism - Wikipedia

Populism refers to a range of political stances that emphasise the idea of "the people" and often juxtapose this group against "the elite".

Guðmundur Ásgeirsson, 22.6.2019 kl. 16:10

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hvernig veist þú Þorsteinn að "flestir" noti aðra skilgreiningu á popúlisma en opinbera og viðurkennda skilgreiningu? Gerðirðu skoðanakönnun um persónulega skilgreiningu almennt eða innan bergmálsklefa skoðanabræðra þinna?

Skilgreining vinstrimanna er notuð í neikvæðum tilgangi og líkja auðvitað með samasemmerki við Hitler og nazisma (ad Hitlerum), sem er endir allra skoðanaskipta. Rasisti, nasisti, fasisti, popúlisti. Einmitt nokkuð sem hreitt er fram til að enda allar rökræður og þagga niður í andstæðingum án nokkura vitrænna tengsla eða skýringa.

Þetta er jafn barnalegt og ömálefnalegt og að enda samræður með því að kalla fólk fávita og fífl og skella hurðum.

Flettu upp skilgreiningunni og fræddu þig. Guðmundur fer rétt með.

Jón Steinar Ragnarsson, 22.6.2019 kl. 17:56

6 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Vinstrimenn geta verið popúlistar rétt eins og hægrimenn. Það sem sameinar popúlista er að þeir höfða ekki til skynsemi og raka, heldur til tilfinninga pöpulsins ("the great unwashed").

Þorsteinn Siglaugsson, 22.6.2019 kl. 22:25

7 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

"þeir höfða ekki til skynsemi og raka, heldur til tilfinninga"

Þetta er skilgreining á skrumi en ekki á lýðhyggju (populism). Það eru algeng en hvimleið og bagaleg mistök að rugla þessu tvennu saman.

Lýðhyggja - Wikipedia, frjálsa alfræðiritið

Guðmundur Ásgeirsson, 23.6.2019 kl. 00:07

8 Smámynd: Jón Valur Jensson

Frábært er innleggið hér frá Jóni Steinari Ragnarssyni.

Jón Valur Jensson, 23.6.2019 kl. 06:42

9 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Lýðskrum er aðferð popúlista til að afla sér fylgis.

Þorsteinn Siglaugsson, 23.6.2019 kl. 09:56

10 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Þetta er vitanlega ekki úr fræðiriti, en Wikipedia er oft nokkuð ágæt heimild samt sem áður:

Right-wing populism is a political ideology which combines right-wing politics and populist rhetoric and themes. The rhetoric often consists of anti-elitist sentiments, opposition to the perceived Establishment, and speaking to the "common people."

In Europe, the term right-wing populism is used to describe groups, politicians and political parties that are generally known for their opposition to immigration,[1] mostly from the Islamic world[2] and in most cases Euroscepticism.[3] Right-wing populism in the Western world is generally—though not exclusively—associated with ideologies such as anti-environmentalism,[4] neo-nationalism,[5][6] anti-globalization,[7] nativism,[8][9] protectionism,[10] and opposition to immigration.[11] Traditional right-wing views such as opposition to the increasing amount of support for the welfare stateand a "more lavish, but more restrictive, domestic social spending" scheme is also called right-wing populism and it is sometimes called "welfare chauvinism".[12][13][14][according to whom?]

Left-wing populism is a political ideology that combines left-wing politics and populist rhetoric and themes. The rhetoric of left-wing populism often consists of anti-elitist sentiments, opposition to the Establishment and speaking for the "common people".[1] The important themes for left-wing populists usually include anti-capitalismsocial justicepacifismand anti-globalization, whereas class society ideology or socialist theory is not as important as it is to traditional left-wing parties.[2] The criticism of capitalism and globalization is linked to anti-militarism, which has increased in the left populist movements as a result of unpopular United States military operations, especially those in the Middle East.[3] It is considered that the populist left does not exclude others horizontally and relies on egalitarian ideals.[1] Some scholars point out nationalist left-wing populist movements as well, a feature exhibited by Kemalism in Turkey for instance or the Bolivarian Revolution in Venezuela.[4] For left-wing populist parties supportive of minority rights among others, the term "inclusionary populism" has been used.[5]

Þorsteinn Siglaugsson, 23.6.2019 kl. 09:58

11 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Lýðskrum er aðferð óvandaðra stjórnmálamanna til að afla sér fylgis. Það getur átt við stjórnmálamenn hvarvetna af hinu pólitíska litrófi og einskorðast ekki við tiltekna stefnu.

Að leggja lýðhyggju að jöfnu við skrum, er skrum. Jafn mikið skrum og að halda því fram að allir hægrimenn séu útlendingahatarar (sem þeir eru auðvitað ekki allir).

Guðmundur Ásgeirsson, 23.6.2019 kl. 15:14

12 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það er varasamt að rekast í geitungabú. Það sama á greinilega við um vitringabú, hvað þá beturvitabú.

Þorsteinn Siglaugsson, 23.6.2019 kl. 18:40

13 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Þorsteinn- hvaða búi tilheyrir þú og þínar skoðanir?

Eggert Guðmundsson, 24.6.2019 kl. 10:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 3
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 287182

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband