Ákaflega mikilvægt mál

Það er eiginlega óskiljanlegt að ekki skuli hafa verið komið á "kynjavakt" fyrir löngu á þinginu. Það er til dæmis miklu mikilvægara en að hafa bullmæla þar.

Ég sé fyrir mér nasistalegar júffertur í Austur-þýskum lögreglubúningum, eina á hvern þingmann, sem fylgja þeim eftir og athuga - hvernig svo sem það er nú gert - hvort það hafi örugglega engin áhrif á ákvarðanir þeirra hvers kyns þeir eru. Og ef í ljós kemur að svo er, sjái téðar júffertur um að viðkomandi þingmaður gufi upp - sporlaust.


mbl.is Tillaga um kynjavakt endurflutt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Það er allt að því yfirnáttúrulegt, hve ótrúlegri þvælu þingmenn og aðrir kommisserar geta látið frá sér fara. Þetta dæmi er gott sýnishorn , en þó toppar fátt fíflaskapinn varðandi gæludýra"leyfis"bannið. Það er engu líkara en að hugmyndabankinn sé svo gerilsneyddur almennri skynsemi hjá þessu fólki, að það fari í einhverskonar trans til að dikta upp fáránlega dellu. 

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 22.3.2018 kl. 23:28

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þarf ekki að framvísa þvagfærum við innganginn?

Jón Steinar Ragnarsson, 23.3.2018 kl. 08:44

3 Smámynd: Aztec

Það er alveg segin saga með þessa femínista á Alþingi (og víðar) að þeir eru sífellt að velta sér upp úr tittlingaskít, hlutum sem engu máli skipta fyrir kynjajafnrétti. Fyrir mörgum árum var reynt að koma á einhverju svipuðu, en þá var það kallað 'kynjuð hagstjórn' sem myndi þýða að engu væri hægt að koma í verk né samþykkja nein lög án þess að hafa innbyggðan dragbít sem gerir allt óskilvirkt. Sem betur fer dó það frumvarp drottni sínum án þess að koma til álita.

Því frumvarpi og þessu sem Proppé vill ýta í gegn má líkja við það að öllum bílstjórum yrði gert að stöðva bílinn á 100 m fresti og mæla loftþrýsting í öllum dekkjunum áður en þeir mættu halda áfram.

Aztec, 23.3.2018 kl. 14:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband