Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Áreiðanlega.  Píratar eru þekktir fyrir að kunna á tölvur og internet, svo það er enginn gæðastimpill fyrir gúglið ef þeir kjósa persónulegar upplýsingar.

Kolbrún Hilmars, 21.3.2018 kl. 15:13

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Viðkomandi þingmaður er að auki með MA gráðu í tölvunarfræði. Hissa á að hann fari ekki upp í pontu til að spyrja hvað klukkan sé, hvenær komi kaffi etc. :)

Jón Steinar Ragnarsson, 21.3.2018 kl. 15:51

3 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Já, eða bara hvað hann heiti sjálfur ...

Þorsteinn Siglaugsson, 21.3.2018 kl. 16:13

4 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Ansi má vera ódýrt kveðið í garð ágæts þingmanns Pírata og það einfaldlega fyrir að sinna vinnunni sinni.

Vildu þá menn og konur frekar hafa ónefnda ,f.v., þingmenn Framsóknar sem varla sáust á þingi eða Sjálfsstæðismenn sem varla hafa mælt sem almennir þingmenn/konur ?

Mitt mat að þingmaðurinn útskýri mjög vel ástæðu þessara fyrirspurnar sinnar.

Er það skylda Alþingis að hafa eftirlit með framkvæmdarvaldinu ?

Undarleg umræða hér, að mínu mati.

Sigfús Ómar Höskuldsson, 21.3.2018 kl. 21:34

5 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Sigfús: Hefði nú ekki verið einfaldara fyrir manninn, og fyrir annað fólk, að gá bara sjálfur hvað Reykjavík heitir? Finnst þér það í alvöru vera hlutverk alþingismanna að bögga embættismenn með svona kjánalegum fyrirspurnum?

Þorsteinn Siglaugsson, 21.3.2018 kl. 21:46

6 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Ágæti Þorsteinn, takk fyrir að birta athugasemd mína, það telst víst ekki sjálfgefið hér á mörgum bloggsíðunm nú til dags ;) Þú verður víst seint sakaður um það.

Ég get ekki kallað þessa fyrirspurn "bögg". Enda útskýrir þingmaðurinn hver sé tilangur fyrirspurnarinnar. Þ.e að fá það staðfest af ráðherra, yfirmanni téðra embættismanna. 

Hvort þetta var málefni sem lá á að fá úrskorið, verða menn að fá að vera ósammála um.

Ég hinsvegar fagnar því að það sé þá kominn fram þingmaður sem metinn er af mörgum sem "gerir of mikið". Oftar verið mun meira framboð af hinum sem gera minna, jafnvel ekki neitt.

Sigfús Ómar Höskuldsson, 21.3.2018 kl. 22:35

7 Smámynd: Hólmgeir Guðmundsson

Sigfús Ómar Höskuldsson er mannvinur sem má ekkert aumt sjá. Ef einhver skoðun eða afstaða er nógu útúrboru-vitlaus þá kemur hann henni til varnar. Þetta er að sumu leiti virðingarverð afstaða.

Hólmgeir Guðmundsson, 21.3.2018 kl. 22:37

8 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ekki er ég nú viss um að það sé þingmaðurinn sem er að gera neitt Sigfús. En þeir sem "verða fyrir" fyrirspurnum hans þurfa hins vegar margt að iðja.

Ég er sammála þér Hólmgeir um greiningu þína á orðræðu Sigfúsar. "Einhvers staðar verða vondir að vera" var sagt við biskup forðum úr berginu. "Einhvers staðar verða vitlausir að vera" getum við sagt í dag og treyst á að þeir hljóti athvarf hjá Sigfúsi kallinum!

Þorsteinn Siglaugsson, 21.3.2018 kl. 23:06

9 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Aigfús stendur vaktina allan sólarhringinn enda alltaf einhver á internetinu að hafa rangt fyrir sér að hans mati sem verður að leiðrétta. Sjálfboðastarf hans er ansi göfugt og allir bloggheimar standa í þakkarskuld við hann. Ef við nytum hans ekki við væri allt í tómu rugli á internetinu. :)

Jón Steinar Ragnarsson, 22.3.2018 kl. 00:54

10 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Útvörður internetsins!

Þorsteinn Siglaugsson, 22.3.2018 kl. 08:58

11 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Þakkar frómar kveðjur til mín, tek þeim með virktum.

Hollt og gott að sjá málefnaríktina sem hér ríkir. Gott að muna að einn fávís maður getur spurt þá vitru meir en 1000 spurninga. 

Sé þá um leið að þeir vitru er þá komnir í þrot og ekki tók það langan tíma.

Gaman sjá að menn og konur (þó aðallega menn hér) taki eftir athugsemdum mínum en meti þær á misgóðan veg. 

Tilgangnum er náð, nota á þá sömu innihaldslausa slagorð og FLokkurnn var með um síðustu helgi eða "ruggum bátnum".

Góðar stundir.

P.S Ei-þór í maí.

Sigfús Ómar Höskuldsson, 22.3.2018 kl. 10:41

12 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Já, en það var nú reyndar Viðreysn (hér bæti ég upp fyrir ypsilonskortinn í Eyþóri hjá þér) sem ætlar að rugga bátnum (eflaust með það að augnamiði að hann fari á hvolf), eða tæpast geri ég ráð fyrir að það örverpi standi undir nafni sem Flokkurinn með stóru effi eða hvað?

Þorsteinn Siglaugsson, 22.3.2018 kl. 15:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 287273

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband