Þegar þekkingarleysi er glæpur

Þegar afstaða er tekin til svona mála er það skylda Útlendingastofnunar að afla sér haldbærrar þekkingar á stöðu hælisleitenda, raunverulegum aðstæðum á þeim svæðum sem þeir koma frá og því, hvernig líklegt er að þeir verði meðhöndlaðir verði þeir sendir þangað aftur.

Sé starfsmanni stofnunarinnar falið slíkt mál, og láti hann hjá líða að afla sér nauðsynlegrar þekkingar, eða sé hann of illa gefinn til að skilja það mál sem honum er falið, og leiði það til þess til dæmis, að barn sé grýtt til dauða, þá er viðkomandi starfsmaður meðábyrgur fyrir barnsmorðinu. Svo einfalt er það.

 


mbl.is Vilja veita Leo vernd á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tryggvi Helgason

NEI, og aftur nei. Burt með þetta fólk. TH

Tryggvi Helgason, 19.11.2017 kl. 22:22

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Tryggvi fallega hugar þú til barns í vanda eða hitt þó heldur!

Magnús Helgi Björgvinsson, 19.11.2017 kl. 22:36

3 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

"Burt með þetta fólk" sögðu margir hérlendis þegar fólk af gyðingaættum leitaði hér hælis á valdatíma nasista. Skömm þeirra er enn uppi.

Þorsteinn Siglaugsson, 19.11.2017 kl. 23:18

4 identicon

 Er ekki tími til kominn að hætta að taka þátt í spuna þessarar konu? „Ef við för­um aft­ur til Írans telj­um við lík­legt að hann verði grýtt­ur til dauða. Þau munu segja að hann sé trú­laus eða krist­inn og eigi enga framtíð í Íran, eins og for­eldr­ar hans,“ - Eru þess dæmi að börn hafi verið grýtt til bana í Íran? Útlendingastofnun er fyllilega til þess treystandi að úrskurða þetta mál sem önnur eftir gildandi lögum og milliríkjasamningum. Eða ertu einn þeirra sem telur að stjórna megi með geðþóttaákvörðunum, byggðum á tilfinningavellu sem mbl.is sér um að dreifa?

Vandamál Afríku og múhameðstrúarríkja verður ekki leystur með því að flytja vandann norður yfir Miðjarðarhafið svo sem dæmin sanna.

Einar S. Hálfdánarson (IP-tala skráð) 20.11.2017 kl. 14:08

5 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Vissulega er það skylda Útlendingastofnunar "að afla sér haldbærrar þekkingar" á stöðu hælisleitenda.  En hvernig getur stofnunin uppfyllt þær skyldur ef hælisleitandinn framvísar fölskum skilríkjum og ekki nokkur leið er að sanna hver viðkomandi er eða hvaðan hann kemur?  Ef marka má fréttir, þá virðast flestir þessara stöðvaðir hérlendis á leið vestur yfir haf til landa tækifæranna, USA og Kanada. Þeir sjálfir vilja ekki vera hér uppi á hjara veraldar, íslenskir skattgreiðendur eru mishrifnir af því að halda þeim uppi - og það sem verra er, það er ekki hægt að senda þá til baka (og gefa þeim annað tækifæri!) því enginn veit hvert það ætti að vera.

Kolbrún Hilmars, 20.11.2017 kl. 15:03

6 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

https://www.theguardian.com/artanddesign/gallery/2016/jan/08/inside-iran-jail-where-children-face-execution-in-pictureshttp://www.wluml.org/node/178

Þorsteinn Siglaugsson, 21.11.2017 kl. 09:44

7 Smámynd: Egill Vondi

Gott væri að sjá hvaða rök Þjóðverjar hafa notað til að hafna þessu. Ég hef ekki séð sannanir fyrir því að þessu fólki bíði dauðarefsing ef þau snúa aftur til baka, einungis að þau halda því fram að þau óttist slíka útkomu. Ath: ég er ekki að hafna því að svo sé, en ég vil að við athugum betur hvort meintar hættur eru raunverulega til staðar áður en tilfinningarök eru notuð. En það hefur oft komið upp sú staða að menn villa á sér heimildir.

Þorsteinn: ég skoðaði þennan hlekk á síðu Guardian. Ef þú lest allar færslurnar má sjá að einungis fyrstu tvö málin varða dauðarefsingu eða mál þar sem ákærendur hafa beðið um dauðarefsingu. Fyrsta málið snerti 17 ára stúlku sem myrti föður sinn með hníf í reiðikasti (ekki beint fórnarlamb óréttlætis að mínu viti, þó ég sé ekki stuðningsmaður dauðarefsinga). Annað málið var dauðarefsing vegna tilraunar til þjófnaðar með skotvopni (ekki beint viðeigandi, jafnvel ef dauðarefsingar eru leyfðar).

Í hinum tilfellunum var alls ekki minnst á dauðarefsingu. Þriðja málið segir einungis að stúlkan hafi ekki hitt fjölskyldu sína (hvort það sé vegna banns kemur ekki fram - en ekkert um dauðarefsingu). Fjórða málið fjallar um bænahald klerka og skoðanir þeirra um uppeldi á stúlkum (ábyggilega fornfárlegt, en ekkert um dauðarefsingu). Fimmta segir að stundum eru börn með foreldri í fangelsi, og tekur sem dæmi stúlku sem hefur verið tekin í þrígang fyrir þjófnað (skammarlegt, en ekkert um dauðarefsingu). Sjötta málið fjallar um súlku sem stakk sig í handleggin til að sleppa frá árasarmönnum og var tekin föst fyrir vikið (fáránlegt, en ekkert um dauðarefsingu). Áttunda og níunda myndin eru bara að tala um (slæmar) aðstæður í fangelsum almennt. Tíunda málið fjallar um stúlku þar sem tekið er fram að dómur hefur ekki verið kveðinn upp.

Þar með vil ég halda því fram að fyrirsögn Guardian er nokkuð villandi. Þessi grein er skrifuð til að vekja sterkar tilfinningar, en ekki skilning. Nú efa ég engann veginn að fangelsi í Íran séu slæm og veit vel að Íranir séu mjög iðnir við að taka fólk af lífi, en maður verður samt að varast svona greinar.

Egill Vondi, 22.11.2017 kl. 02:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 22
  • Sl. viku: 47
  • Frá upphafi: 287297

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband