Rannsóknar er þörf

Eins og þekkt er hefur ríkið hingað til ekki riðið feitum hesti frá virkjanaframkvæmdum fyrir stóriðju. Orkusölusamningur vegna Kárahnjúka var langt undir raunverulegu kostnaðarverði svo dæmi sé nefnt.

Nú er virkjanagerðin í höndum einkaaðila sem ættu að vera færir um að tryggja sér viðunandi arðsemi af framkvæmdunum. Ríkið hefur þar enga ábyrgð.

En hvað um raforkuflutninginn, kostnað og fjárfestingar vegna hans? Er ekki nauðsynlegt að óháð rannsókn verði gerð á því hvort meðgjöfin hafi hugsanlega færst þangað, frá framkvæmdaaðilunum?


mbl.is Vill þjóðgarð frekar en virkjun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Af því að þú kynnir þig sem hagfræðing og rekstrarráðgjafa ætti þér að vera í  lófa lagið að reikna út hver kostnaður og tekjur verða af flutningi rafmagnsins.Landsnet hefur nefnilega tekjur af rafmagnsflutningi. Einnig væri skynsamlegt af þér að taka með í dæmið hver ávinningur fólksins sem á Vestfjörðum býr verður af þessari framkvæmd. Svo er líka rétt að benda ykkur, sem eru á móti virkjuninni á og gagnrýnið stöðugt að lítið sem ekkert fylgi framkvæmdinni á að öllum svona framkvæmdum fylgir bættar samgöngur og auknir möguleikar fyrir það fólk sem býr á svæðinu. Það mætti til dæmis benda á, vegna þess að það hefur verið gagnrýnt að ekki fylgi viirkjuninni nein föst störf, að ekki hefur Landsvirkjun komið með stóriðju eða neitt sem ekki tilheyrir sjálfum virkjununum. Það er annara að koma með slíkt. Það, að tækninni hefur fleygt svo fram að stöðug viðvera fólks er ekki lengur nauðsyn getur varla verið neikvæð. Rafmagnið skapar möguleiokana fyrir fólkið í landinu. Þannið skapar þessi virkjun moguleikana fyrir kalkþörungaverksmiðju í Súðavík, ef það fæst þá vegna mótsöðu ykkar þessara sjálfskipuðu sérvitringa , að leggja streng eða línur út Djúp og þá í leiðinni að hringtengja Vestfirði.

Pétur Guðmundsson (IP-tala skráð) 30.10.2017 kl. 21:33

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ég nefni aðeins að í ljósi sögunnar sé ekki úr vegi að rannsaka þetta. Ég hef ekki rannsakað það sjálfur. Ekki veit ég til þess að nein áform um hringtengingu Vestfjarða fylgi þessu og engin störf munu fylgja svo erfitt er að sjá hver ávinningurinn yrði fyrir íbúana.

Þorsteinn Siglaugsson, 30.10.2017 kl. 23:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband