Breytir virkjun einhverju um þróun búsetu?

Þótt virkjað verði á Ströndum leiðir það auðvitað ekki til þess að fólki taki að fjölga þar. Það þarf fáeina starfsmenn til að halda virkjuninni gangandi, það er allt og sumt. Talsverðan fjölda þarf til að byggja hana, en að því loknu fara þeir starfsmenn.

Sé á annað borð vilji til að fjölga fólki á Ströndum verður sú fjölgun að byggjast á öðru en því að skaða þau náttúruverðmæti sem þar er að finna. Líklega er árangursríkasta leiðin til að efla þetta samfélag sú að byggja upp ferðaþjónustu sem gerir út á víðernin. Það er heilbrigð leið til að byggja upp samfélag. Atvinnubótavinna og bitlingar til landeigenda eru það ekki.

Og gleymum því ekki að það er hægt að bæta vegi og byggja brýr án þess að slíkt tengist gerð virkjana. Það að tengja slíkt saman, lofa vegabótum gegn því að íbúar falli frá andstöðu við virkjun er auðvitað ekkert annað en mútur og þeim sem þær bjóða ætti að refsa enda er mútustarfsemi bæði siðlaus og ólögleg.


mbl.is Eins og óargadýr inn í samfélag í sárum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Rétt hjá þér Þorsteinn. Tilgangslaust að virkja og leggja vegi sem engum eru til gagns. Virkjun Hvalár gerir álíka mikið gagn fyrir Vestfirði og virkjun Þjórsár.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 14.10.2017 kl. 21:22

2 Smámynd: Kristinn Snævar Jónsson

Rétt hathugað.

Kristinn Snævar Jónsson, 15.10.2017 kl. 09:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 3
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 287182

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband