Hæfni dómara skiptir máli

Hvert er markmiðið með ráðningu dómara?

Er markmiðið að útvega sama hlutfalli karla og kvenna þægileg störf hjá ríkinu? Ef svo er verður auðvitað að líta til kynjasjónarmiða eins og ráðherrann segir.

Eða er markmiðið að tryggja þeim sem leita til dómstóla eða eru dregnir fyrir dóm réttláta málsmeðferð? Ef svo er verður einvörðungu að líta til hæfni viðkomandi umsækjanda til að fella rétta dóma. Í því felst að ekki má líta til neinna annarra sjónarmiða - einungis verður að meta hæfni.

Íslenskir stjórnmálamenn eru auðvitað orðnir svo vanir því að líta á störf hjá ríkinu sem bitlinga að þeim finnst bara sjálfsagt að vera ekkert að velta fyrir sér hagsmunum borgaranna, sem oft á tíðum eiga allt sitt undir hæfni hinna opinberu starfsmanna.

En hér er ekki verið að útvega gömlum félaga stjórnarformennsku í Byggðastofnun eða forstjórastarf hjá Samgöngustofu (raunar getur það samt haft óþægindi í för með sér ef óhæfur stjórnandi er þar eins og dæmin sýna).

Dómstólar skera út í málum sem geta varðað einstaklinga, líf þeirra, frelsi og eignir, ákaflega miklu. Spilling, heimska og kapphlaup eftir vinsældum meðal grunnhyggins fólks mega aldrei ráða þegar dómarar eru valdir.


mbl.is „Það hallar verulega á konur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 287271

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband