Hagfræði vinstriflokka

Það gæti verið áhugavert að gera á því hagfræðilega greiningu hvers vegna vinstrimönnum á Íslandi tekst aldrei að sameinast í einum flokki meðan hægrimönnum hefur gegnum tíðina gengið það ágætlega. Nú er það þekkt að í sumum atvinnugreinum þrífast fá og stór fyrirtæki best en í öðrum þrífast fremur mörg lítil fyrirtæki. Á hverjum markaði eru t.d. yfirleitt fá og stór símafélög og matvörukeðjur en fjöldamargar hárgreiðslustofur og tannlæknastofur. Á markaðnum skýrist þetta af því að stærðarhagkvæmni vegur misþungt í ólíkum atvinnugreinum. Er hugsanlega hægt að finna einhvern þátt, sambærilegan við stærðarhagkvæmni í viðskiptum, sem ræður dreifni (fragmentation) á stjórnmálaflokkamarkaðnum? Er einhver eðlismunur á vinstri- og hægristefnu sem veldur því að hægrimenn, eða kannski fremur miðjumenn, eiga auðveldara með að starfa saman en vinstrimenn?

 


mbl.is Styrki frekar Samfylkinguna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Snýst málið ekki meira um það hver sé stefna hinna ýmsu flokka tengt ESB.

Jón Þórhallsson, 11.4.2017 kl. 22:02

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ég hef nú verulegar efasemdir um að erfiðleikar íslenskra vinstrimanna við að sameinast hafi eitthvað með ESB að gera. Meðan það mál var uppi á borðinu voru um það skiptar skoðanir í Sjálfstæðisflokknum án þess að hann klofnaði.

Þorsteinn Siglaugsson, 11.4.2017 kl. 22:45

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Uppreisn gegn ríkjandi ástandi er einkenni margra vinstri manna og ALLRA þeirra leiðtoga.
Slíkir einstaklingar reynast gjarnan erfiðir í hópvinnu.
Hægri mönnum nægir að vita að forystan gengur ævinlega í sömu áttina; áttina til arðráns í þágu góðra flokksmanna.
Þarna er skýringin.
Afar einföld. 

Árni Gunnarsson, 12.4.2017 kl. 10:12

4 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Nú hefur hins vegar vinstriflokkum í nágrannalöndunum yfirleitt gengið ágætlega að vera stórir. En ekki á Íslandi. Sé einkenni allra leiðtoga vinstrimanna uppreisn gegn ríkjandi ástandi, ætti það þá ekki að gilda um útlenda vinstrimenn líka?

Þorsteinn Siglaugsson, 12.4.2017 kl. 10:37

5 identicon

Vinstriflokkarnir í Danmörku hafa ekkert átt auðvelt með að hafa áhrif, samt eru Danir mikið vinstrisinnaðri almennt en Íslendingar. Socialdemokraterne hafa verið hægrisinnaðir áratugum saman meðan vinstriflokkarnir, SF (af mörgum álitinn vera miðjuflokkur) og Enhedslisten (samsteypuflokkur vinstriflokka) fengu ekki aðild að ríkisstjórn fyrr en nýlega og þá í stuttan tíma. Sá síðarnefndi hefur jafnvel ekki komizt á þing sum kjörtímabil þrjátt fyrir 2% ´lágmark og hefur í dag einungis 14 þingmenn af 175 dönskum þingmönnum í dag. Og líkt og á Íslandi, þá eru hægri- og miðjuflokkarnir mun fleiri en vinstriflokkarnir. Hins vegar er ekki hér á landi til neinn alvöru vinstriflokkur á þingi sem ber hag láglaunafólks fyrir brjósti, því að ekki gerir VG það.

Pétur D. (IP-tala skráð) 12.4.2017 kl. 11:35

6 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Hmm. Það myndi nú enginn nema hörðustu kommar halda því fram að danski sósíaldemókrataflokkurinn væri hægriflokkur. Sama á við um sambærilega flokka á hinum Norðurlöndunum. Hér klofnar þetta hins vegar upp í fjölda flokka, þar af í raun þrír á þingi með afar svipaða stefnu (Samfó, BF og VG).

Þorsteinn Siglaugsson, 12.4.2017 kl. 12:46

7 identicon

Það er nú ekki alveg rétt, enda er ég ekki vinstrisinnaður. Það fer líka dálítið eftir skilgreiningum á vinstri, miðju og hægri. Vel er hægt að segja, að meðan Anker Jørgensen var formaður Sósíaldemókrataflokksins, þá hafi Socialdemokratiet verið miðjuflokkur, sem sinnti ekki lengur þörfum alþýðunnar/láglaunafólks, heldur einungis þörfum leiðtoga stéttafélaganna, sem voru meira eða minna spilltir. Svona eins og ASÍ er ekki mikið í tengslum við láglaunafólk.

Þeir sem voru vinstrisinnaðastir í flokknum voru óánægðir með stefnu flokksins undir formennsku Jens Otto Kraghs, klufu hann til vinstri og stofnuðu Socialistisk Folkeparti undir formennsku Gert Pedersen, sem þó aldrei fékk ráðherrastól. Síðar voru þeir sem voru vinstrisinnaðastir í SF óanægðir með stefnu þess flokks og klufu hann til vinstri of stofnuðu Venstresocialisterne, VS. Þegar Poul Nyrup Rasmussen varð leiðtogi flokksins með aðstoð hægriflokksins De Radikale Venstre (sem af flestum er álitinn vera landráðaflokkur), þá dróst þessi krataflokkur frá miðjunni og vel til hægri og varð eftir það ekki vinstriflokkur á neinn hátt, því að síðustu formenn hafa verið allt annað en vinstrisinnaðir, þau Poul Nyrup, Mogens Lykketoft og Helle Thorning-Schmidt. Að hann er með í "Rød blok" þýðir bara að hann fer frekar í stjórn með miðju- og vinstriflokkum en með hægriflokkunum Venstre og De Konservative, ekki af því að hann sé rauður í raun.

Á sama hátt og þú álítur að aðeins harðnaðir kommar líti á Socialdemokratiet sem (létt-)hægriflokk, þá eru það aðeins harðsvírauðustu laissez-faire líberistar (eins og í flokknum Venstre) sem álítur Soc. vinstriflokk.

Dönsk og íslenzk flokkspólítík eiga margt sameiginlegt, en hins vegar eru þessi tvö þjóðfélög alveg gjörólík hvað varðar lýðræði, infrastrúktúr og atvinnuuppbyggingu. 

Pétur D. (IP-tala skráð) 12.4.2017 kl. 18:52

8 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Takk fyrir ágæta samantekt. En þú verður að muna að staðsetning flokka á pólitíska litrófinu er alltaf afstæð. Þannig myndu sænskir hægrimenn teljast kommar í Ameríku en í Svíþjóð teldust amerískir demókratar langt til hægri.

Þorsteinn Siglaugsson, 12.4.2017 kl. 19:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 22
  • Sl. viku: 48
  • Frá upphafi: 287298

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 47
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband