Ábyrgðin liggur hjá einstaklingum

Það er átakanlegt að lesa sögu Ásu Hjálmarsdóttur og sonar hennar um framkomu barnaverndarnefndar í Hafnarfirði gagnvart fjölskyldu þeirra. Ása nafngreinir nokkra einstaklinga sem komu að málum. Flestir eru þeir væntanlega komnir undir græna torfu, ef ekki dýpra, en þó er rætt við einn þeirra í blaðinu. Hann vill ekki kannast við neitt.

Vissulega eru það á endanum einstaklingar sem bera ábyrgðina - vísast oft fólk sem gengið hefur fram af miskunnarleysi undir merkjum valdhroka, sjálfumgleði og virðingarleysis gagnvart börnunum sem þeir áttu að gæta. En vandinn er sá, að málin eru vísast fyrnd og réttarkerfið á því engin úrræði gagnvart þessum "barnavinum". Kannski er eina leiðin til að draga þá til ábyrgðar sú, að nafngreina þá sem allra flesta, birta af þeim nýjar myndir og opinbera lýsingar á framferði þeirra.

En jafnvel þótt þetta sé gert í tengslum við þessi gömlu mál er mikilvægt að blekkjast ekki til að halda að svona framferði eigi sér ekki lengur stað. Því er ekki nóg að draga til ábyrgðar þá sem báru ábyrgð á barnaverndarmálum fyrir mörgum áratugum. Mikilvægt er að fara einnig ofan í saumana á því hvernig þeim málum er háttað nú, enda enginn vafi á því að hroki, sjálfumgleði og skeytingarleysi grassera enn hjá mörgum sem starfa að þessum málaflokki.


mbl.is Ása Hjálmarsdóttir segist aldrei munu fyrirgefa, ekki heldur „hinum megin“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 22
  • Sl. viku: 48
  • Frá upphafi: 287298

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 47
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband