Valdaránstilraun?

Vafalaust er tilgangurinn með þessu aðallega að komast í fjölmiðla.

Ef svona brölt væri hins vegar tekið alvarlega yrði eiginlega að líta á það sem valdaránstilraun, enda snýst hugmyndin um að fá forsetann til að reka lýðræðislega kjörin stjórnvöld frá völdum.


mbl.is Hreyfingin vill að mynduð verði neyðarstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Waage

Vandamálið með þessi lýðræðislega kjörnu stjórnvöld, Þorsteinn, er að þau hafa ekki skilað af sér. Þau voru kjörin til vissra verka sem þau hafa ekki innt af hendi.

Þar hefur því orðið lýðræðislegur forsendubrestur.

Nú, ég læt tal um valdaránstilraun sem vind um eyru þjóta:)

bkv

Gunnar Waage, 14.10.2010 kl. 17:11

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Eigum við þá bara að breyta stjórnskipuninni ef einhverjum finnst stjórnvöld ekki standa sig? Hvað merkir annars hugtakið lýðræðislegur forsendubrestur? Er það af svipuðum toga og sú vinsæla afsökun allra sem eru komnir á hausinn að þeir hafi orðið fyrir forsendubresti?

Þorsteinn Siglaugsson, 14.10.2010 kl. 17:26

3 Smámynd: Gunnar Waage

Þorsteinn, Þetta er bara Íslenska og einungis um orðasamsetningu að ræða, ekki nýyrði.

Ríkisstjórnin er einfaldlega í slæmu standi og hefur ekki einu sinni meirihluta atkvæða til að afgreiða aðkallandi mál ef út í það er farið. 

Varðandi forsendubrest í lánamálum þá held ég að hann sé óumdeildur en hann er einungis hluti af vandamálinu í dag. Atvinnustefnan er lítil sem engin og hér er engin sókn í þeim málum. Stjórnskipanin í heild sinni er í molum og hefur þessi ríkisstjórn ekki náð að bæta það ástand heldur virðist sem að málin séu verri en nokkru sinni áður.

Verðbætur eru en miðaðar við vísitölu sem er ekki í neinni sveiflu með húsnæðisverði sem dæmi, þetta mun áfram halda uppi allt of háu húsnæðisverði sem og óraunhæfar kröfur á greiðendur sem minna mun fást upp í en kröfuhafar gera ráð fyrir.

Allt er þetta því einskonar fölsk eiginfjárstaða þessara kröfuhafa og er kerfið með þessu áfram gleypandi loft. Er þetta ekki fínasta hagfræði bara? :)

Sem sagt, þá eru stjórnvöld ekki einungis að halda úti óréttlátri stefnu heldur einnig vonlausri.

Gunnar Waage, 14.10.2010 kl. 17:55

4 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sæll Þorsteinn það vantar lýðræðið inn á þingið því þar er ekki neitt í þá veru því flokksræðið er ofar öllu! Því er hreyfinginn okkar lýðræðisafl sem mark er takandi á!

Sigurður Haraldsson, 14.10.2010 kl. 23:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband