Flækjum ekki málið

Það er vissulega alveg rétt að flatar niðurfærslur eru kostnaðarsamar fyrir skattgreiðendur og lífeyrissjóði. Með þeim má segja að við séum að seilast í sparibauka barnanna okkar og hvolfa úr þeim til að bjarga okkur frá eigin klúðri.

Þetta er hins vegar á endanum pólitísk ákvörðun um millifærslu milli hópa. Kostnaðarrökin halda því í rauninni ekki heldur snýst málið í raun um hvort millifærslan er réttlát eða ekki. Sjálfur efast ég mjög um það en hlusta vitanlega á sjónarmið þeirra sem ekki eru mér sammála.

Þeir verst settu skulda miklu meira en þeir geta nokkurn tíma greitt. Niðurfærsla kemur þeim því aldrei að neinu gagni. Eina aðgerðin sem gagnast þeim er sértæk niðurfærsla skuldanna. Úrræðin sem nú er boðið upp á eru allt of flókin fyrir flesta, þjónustulund stofnunarinnar sem sér um þau er að sögn mjög takmörkuð og jafnvel þótt úrræðanna sé neytt getur það leitt hörmungar yfir ábyrgðarmenn skulda. Málið var greinilega allt vanhugsað frá byrjun.

Skásta leiðin fyrir þá verst settu er að gjaldþrot einstaklings geti gengið fyrir sig eins og gjaldþrot fyrirtækis: Eignir eru hirtar, búinu skipt og málinu þar með lokið. Þá er hægt að leggja stofnun Umboðsmanns skuldara niður og ráða í staðinn fleiri héraðsdómara til að klára þrotamálin.


mbl.is Flatur niðurskurður hjálpar ekki þeim verst stöddu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 287182

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband