Sanngjarnar bætur?

Þetta orðalag er ekki aðeins móðgun við fólkið sem reynir nú að sækja rétt sinn eftir að gerspillt ríkisvald eyðilagði líf þess.

Það er einnig móðgun við sanngirnishugtakið sjálft.

Hvers vegna segir ekki forsætisráðherra bara það sem hún er að meina? Hún sé tilbúin að semja um lágar bætur. Því það sem boðið hefur verið er svo fjarri því að vera sanngjarnt. Hvers vegna? Einfaldlega vegna þess að það er ekki í neinu samræmi við fyrri niðurstöður dómstóla í slíkum málum.

Þetta er sambærilegt við að vinnuveitandi ráði til starfa mann í tvo daga og greiði honum 50 þúsund á dag. Síðan ráði hann annan mann í mánuð, en þegar sá vilji fá sömu laun á dag sé því svarað til að hann fái bara 10 þúsund á dag því launin verði nú að vera sanngjörn!

Með þessu hefur nú Katrín Jakobsdóttir endanlega opinberað sig, ekki aðeins sem hræsnara, heldur einnig sem fífl. 


mbl.is Ríkið „tilbúið að semja um sanngjarnar bætur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leviathan á ferð

Hér kemur innsta eðli ríkisvaldsins fram, rétt eina ferðina:

Reyna allt til að hindra að borgararnir fái notið réttinda sinna.

Beita lygum og blekkingum að vild, enda siðferðiskenndin ekki til staðar.

Leggja alla áherslu á að reyna að finna aukaatriði til að hengja sig í, vitandi að þau skipta ekki máli.

Og treysta svo á að borgararnir gefist á endanum upp gagnvart valdinu: Baráttan verði þeim of erfið.

 


mbl.is Ríkið hafnar bótakröfum Guðjóns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 20. september 2019

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 287250

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband