Stórfurðulegur rekstur

Allar forsendur og ákvarðanataka sem snýr að þessum Vaðlaheiðargöngum hefur yfir sér einhvern furðulegan ævintýrablæ, svona eins og aðstandendur og stjórnendur þessa mannvirkis sveimi um utan og ofan við náttúrulögmálin, og finnist það bara alveg sjálfsagt.

Skýringarnar á því að fólk velur hagkvæmari kostinn verða sífellt langsóttari. Sífellt fáránlegra verður að lesa um undrun aðstandendanna á að fólk skuli gera það. Furðuleg vinnubrögð við innheimtu gjalda hafa síðan leitt til mikillar aukavinnu fyrir bílaleigur, sem rukkað er fyrir, en forsvarsmönnum ganganna virðist þá helst hugkvæmast að kenna bílaleigunum um minni aðsókn en þeirra eigin ákvörðunum, sem eru rótin að gjaldtöku bílaleiganna.

Hver voru ráðningarskilyrðin þegar stjórnendur og blaðafulltrúar þessa fyrirtækis voru ráðnir? Eitthvað svona kannski: "Starfsmaðurinn skal vera afar óraunsær, með framúrskarandi litla ályktunarhæfni, en einkar fær í að beita rökleysum til að koma ábyrgð á eigin ákvörðunum yfir á aðra."


mbl.is Leggja aukagjald á ógreiddar ferðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mistök eða skemmdarverk?

Það er álitamál hvort þessar ákvarðanir eiga að flokkast sem mistök. Meirihlutinn sem er við völd í borginni, og reyndar stór hluti af minnihlutanum líka, hefur þá yfirlýstu stefnu að hindra för fólks um borgina eftir fremsta megni. Markmiðið er að fólk gefist upp á að reyna að komast á milli staða. Umferðarteppurnar á Geirsgötu eru líklega fremur afleiðing vísvitandi skemmdarverkastarfsemi en mistaka.


mbl.is Margvísleg mistök gerð á gatnamótum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 27. júlí 2019

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 287258

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband