Verkföll hafa skaðlegar afleiðingar

Nú veit ég ekki nákvæmlega hvaða afskipti eða skilaboð er verið að tala um.

En það liggur auðvitað alveg fyrir að ef ferðaþjónustunni verður rústað með þessum asnaskap, mun fólkið sem vinnur hjá þessum fyrirtækjum missa störf sín. Það er bara beinhörð afleiðing.

Væri ég sjálfur útlendingur í láglaunastarfi hjá slíku fyrirtæki, og væri búið að hafa yfir mér áróður sósíalista um að verkfall hefði engar afleiðingar fyrir mig, nema bara góðar (ósannindi sumsé), yrði ég því feginn að fá vitneskju um raunverulegar afleiðingar slíks verkfalls. Og sú vitneskja væri mér jafn mikils virði ef hún kæmi frá eiganda fyrirtækisins sem ég ynni hjá, og sem af gildum ástæðum óttaðist um framtíð fyrirtækisins.

Raunin er sú að sósíalistarnir vilja ekki, að fólkið sem þeir beita nú fyrir sig, viti hvaða afleiðingar verkföllin geta haft fyrir það. Þeir blekkja þetta fólk, mestmegnis erlent verkafólk, til þátttöku í vegferð sem hefur þann eina tilgang að hlaða völdum og peningum undir forkólfana. Þeim er nákvæmlega sama um velferð félagsmannanna.


mbl.is Efling gagnrýnir óeðlileg afskipti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 5. mars 2019

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 287254

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband