Nú þarf samtal

Nú er þörf á að ASÍ og ríkisstjórnin vinni saman að því að yfirfara þær tillögur sem voru kynntar í gær með það að markmiði að draga enn frekar úr skattlagningu lægst launaða fólksins. Drífa nálgast þetta mál af yfirvegun og skynsemi og ætti nú að hafa tækifæri til að marka sér varanlegan sess sem leiðtogi launafólks í krafti samninga við ríkisvaldið sem geta forðað uppnámi sem engum kemur til góða. Ég held að henni sé fyllilega treystandi til að rækja það hlutverk vel.

Gleymum því ekki að fyrir hina tekjuhærri skiptir þessi boðaða skattalækkun ósköp litlu máli. Það eru miklu fremur hagsmunir þeirra að viðhalda hér stöðugleika og áframhaldandi hagvexti og forða verðbólgu og vaxtahækkunum.

Stjórnvöldum ber að mæta útspili Drífu og ganga strax og af fullum heilindum til viðræðna við ASÍ. Það verður að gera strax!


mbl.is Vildu 15.000 kr. og fjögur skattþrep
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mótsagnakennt

1. Þess er krafist að skattar verði ekki lækkaðir á hátekjufólk. Þá er spurningin hvað er hátekjufólk. Meðaltekjur eru um 700 þús. Skattatillögur stjórnvalda lækka skatta upp í 900 þús. ef ég skil það rétt. Er þá fólk með tekjur undir 900 þús. hátekjufólk? Það eru þá væntanlega stórir hópar félagsmanna BSRB þar innanborðs.

2. Þess er krafist að dregið verði úr tekjutengingu barnabóta. En er ekki einmitt tekjutenging barnabóta til þess gerð að meira sé til skiptanna fyrir þá tekjulægri, en minna fyrir "hátekjufólk"?

Það er nauðsynlegt þegar launþegafélög setja fram kröfur sínar, að í þeim sé eitthvert samhengi, en ekki bara slegið fram einhverjum frösum sem eru hver í mótsögn við annan. Það er erfitt að semja við þann sem vill bæði A og ekki A.


mbl.is BSRB vill hátekjuskatt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er eitthvað að þessu kerfi

1. Verkalýðsfélög og atvinnurekendur geta ekki samið um kaup og kjör án þess að ríkisvaldið komi að því með tugmilljarða framlag úr vösum skattgreiðenda.

2. Lægstu laun virðast vera of lág til að fólk geti lifað á þeim nema með mikilli yfirvinnu.

3. Út á við virðast kröfur verkalýðsfélaga byggja meira á óánægju með launahækkanir fámenns hóps stjórnmálamanna, embættismanna og ríkisforstjóra en á svigrúmi til almennra launahækkana. Kröfurnar eru þar af leiðandi alveg óaðgengilegar fyrir atvinnurekendur, sér í lagi kröfur um hækkun lægstu launa.

4. Fyrirséð er að kröfurnar muni ekki ná fram að ganga enda munu fyrirtækin fremur láta sig hafa óróa á vinnumarkaði í einhvern tíma en að ganga að kröfum sem þau ráða ekki við.

5. Verkföll virðast vera eina vopn verkalýðsfélaganna þegar útséð er um að samningar náist.

6. En verkföll munu hins vegar ekki skila sér í bættum kjörum sem vega upp kostnað launamanna af verkföllum. Gleymum því ekki að verkfallssjóðir hafa að geyma fjármuni sem eru fljótir að þurrkast upp og notkun þeirra er beint tap eigendanna.

7. Verkföllin munu þó skila því að einhver fyrirtæki munu á endanum verða að fallast á launahækkanir sem þau ráða í raun ekki við. Þau munu því annað hvort hætta starfsemi eða segja upp fólki.

Kerfi sem er þannig, að það leiðir æ ofan í æ til verstu niðurstöðu fyrir báða samningsaðila, hlýtur að vera gallað.

Það er nauðsynlegt að breyta því.

En hvernig er best að gera það?

 


mbl.is Verkföll líkleg í mars
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 20. febrúar 2019

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband