"Þið eigið að segja mér satt"

(Grein mín í Morgunblaðinu í dag)

Margir kannast við vísurnar um spurula drenginn Ara eftir Stefán Jónsson. Ari spyr þá fullorðnu um allt milli himins og jarðar og þegar honum er svarað því til að hann viti það þegar hann verður stór hallar Ari undir flatt og svarar: „Þið eigið að segja mér satt“. Ari vissi nefnilega sínu viti.

Umfjöllun um fall Berlínarmúrsins í útvarpsþættinum Krakkafréttum á RÚV hefur hlotið nokkra gagnrýni. Þar var greint frá málinu með þessum orðum m.a.: „Höfuðborg­inni í Berlín var líka skipt í tvennt og árið 1961 var reist­ur múr til að aðgreina borg­ar­hlut­ana. Það var líka gert til að koma í veg fyr­ir að fólk flytt­ist á milli, aðallega frá austri til vest­urs.“

Nú vita allir sem vilja vita það að það er ósatt að fleiri ástæður hafi verið fyrir byggingu Berlínarmúrsins en sú að hindra að íbúar Austur-Þýskalands gætu flúið vestur yfir. Og það er einnig ósatt að fólksflóttinn hafi „aðallega“ verið frá austri til vesturs. Hann var einvörðungu frá austri til vesturs.

Maður veltir því fyrir sér hvernig umsjónarmaðurinn hefði orðað frétt um útrýmingarbúðir nasista. Kannski eitthvað á þá leið að „... margt fólk hafi flust í búðir sem girtar voru af til að koma í veg fyrir að fólk færi inn og út úr þeim, aðallega út úr þeim. Því miður hafi margir sem fluttust í búðirnar látist þar.“

Miðvikudaginn 4. desember brást umsjónarmaður þáttarins við gagnrýninni með grein í Morgunblaðinu. Var á henni að skilja að erfitt væri að gera grein fyrir staðreyndum um fall Berlínarmúrsins í 130-150 orðum. Kallaði hún eftir tillögum um orðalag. Tiltók hún sérstaklega að orðalagið þyrfti að vera „pólitískt hlutlaust“. Hún kallaði hins vegar ekki sérstaklega eftir því að orðalagið væri sannleikanum samkvæmt. Hér er samt tillaga þar sem leitast er við að uppfylla það skilyrði líka. Textinn er tekinn beint upp úr grein á Vísindavefnum frá 2009, eftir Hjálmar Sveinsson dagskrárgerðarmann á RÚV:

„Í lok heimsstyrjaldarinnar síðari var Berlín, höfuðborg hins sigraða Þýskalands, skipt á milli sigurvegaranna; Austur-Berlín varð yfirráðasvæði Sovétmanna en vesturhlutinn var undir yfirráðum Breta, Frakka og Bandaríkjamanna.

...

Meginástæðan fyrir byggingu Berlínarmúrsins var stöðugur straumur fólks frá Austur-Þýskalandi til Vestur-Þýskalands. Þegar hafist var handa við að reisa múrinn 13. ágúst 1961 höfðu 2,5 milljónir manna yfirgefið Austur-Þýskaland frá því það var stofnað árið 1949. Fólksflóttinn náði hámarki 1961, fyrstu tvær vikurnar í ágúst það ár fóru 159.730 manns til Vestur-Berlínar.

...

Talið er að 136 manns hafi verið drepnir eða látið lífið við flóttatilraunir. Um það bil 200 særðust. Hundruð ef ekki þúsundir voru dæmd í fangelsi fyrir ætlaðan flótta.

...

Þann 9. nóvember 1989, eftir nokkurra vikna kröftug mótmæli gegn ráðandi öflum, var Austur-Þjóðverjum veitt leyfi til þess að fara í heimsókn yfir landamærin til Vestur-Þýskalands. Landamærastöðvar í Berlín opnuðust og íbúar gátu óhindrað farið á milli borgarhlutanna – múrinn var fallinn.“

 

Þetta er sannleikur málsins í aðeins 124 orðum. Umsjónarmaður gaf ádrátt um það í grein sinni, að vel heppnuð tillaga um orðalag kynni að verða lesin upp í þættinum. Ég legg því til að texti Hjálmars verði lesinn upp í Krakkafréttum við fyrsta tækifæri, því eins og Ari litli segir í kvæðinu, þá á að segja börnum satt.

 


Bloggfærslur 7. desember 2019

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 287246

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband