Ekki bara talibanar í Afganistan

Heimsbyggðin saup hveljur þegar talibanar í Afganistan eyðilögðu fornar Búddastyttur með dýnamíti.

Snillingurinn sem stjórnar Seðlabankanum hefur að vísu ekki enn, að því vitað sé, beitt sprengiefni á listasafnið sem þessi einkennilega stofnun hefur af einhverjum undarlegum ástæðum safnað upp. En það er ekki endilega mikill munur á að eyðileggja verk og hinu að læsa þau niðri í kjallara um ókomna tíð.

Það eru talibanar í Seðlabankanum ekki síður en í Afganistan. Og menningarástandið greinilega ekki skárra en nýleg dæmi sýna að siðferðisstigið er.

Listasafn Íslands þarf að sækja öll þessi verk hið snarasta úr Seðlabankanum. Þeim menningarsnauða skríl sem þar ræður greinilega ríkjum er ekki treystandi til að hafa umsjón með þeim.


mbl.is „Undarleg tímaskekkja puritanisma“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 21. janúar 2019

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 23
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 287296

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 45
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband