Einföld lausn: Lækka laun þingmanna

Þessi greining sýnir auðvitað ágætlega að töfralausnirnar sem sífellt er hamrað á virka ekki. En það mun án nokkurs vafa ekki sannfæra töframennina. Nú hafa þeir nefnilega efni í samsæriskenningu um að allt snúist þetta um að Bjarni Ben sé að reyna að forða sjálfum sér undan skattlagningu.

Þegar settar eru fram kröfur um enn meiri launahækkanir, ofan á þá tugi prósenta sem laun hafa hækkað á undanförnum árum, og valda því nú að landið er ekki lengur samkeppnishæft, er rökstuðningurinn yfirleitt á þá lund að fyrst þeir sem heyra undir kjararáð hafi fengið einhverjar hækkanir, hljóti sko bara allir aðrir að eiga rétt á sömu hækkunum.

Látum nú liggja á milli hluta að laun þeirra sem heyra undir kjararáð hafa einfaldlega bara hækkað skrykkjótt, en til lengri tíma ekki meira en annarra. 

Setjum hins vegar sem svo að þarna liggi vandinn í rauninni: Hækkanir Kjararáðs séu rótin að óróanum á vinnumarkaðnum.

Er þá ekki lausnin einfaldlega sú að lækka þá bara aftur í launum? Lækka laun ráðherra, opinberra embættismanna og þingmanna?

Vandamálið er þá horfið. Er þá málið ekki leyst?


mbl.is Tekjur myndu skerðast um 149 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Siðferðisstofnun

Það er auðvitað bara réttast að stofna Siðferðisstofnun ríkisins. Yfir hana ætti að setja nokkra valinkunna vinstrisinnaða heimspekikennara. Stofnuninni ætti að veita víðtækar heimildir og um leið verður að setja ströng lög um siðferðiskröfur, sérstaklega til pólitískra andstæðinga stofnunarmannanna. Svo þarf að ráða talsverðan fjölda siðferðislögreglumanna til að framfylgja reglunum.

Það er svona lögregla í Saudi-Arabíu og ég held að hún sé mjög skilvirk. Það sést stundum til þeirra þegar þeir eru að ganga milli bols og höfuðs á þeim sem brjóta siðareglurnar. Þeir eru snöggir að því.


mbl.is Hægt gengið að tryggja heilindi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leiðin til sósíalismans?

Nú er það þá orðið þannig að einungis þeir Parkinsonsjúklingar sem eru í sæmilegum efnum geta leitað til sérfræðings við hæfi.

Það kann hugsanlega að vekja spurningar þegar heilbrigðisráðherra VG tekur sér þannig fyrir hendur að auka á mismunun. En þá má ekki gleyma því að samkvæmt kenningum Marx er það einmitt undanfari byltingarinnar, að slíkt gerist. 

Sjúklingarnir sem ekki fá læknisþjónustu verða þá bara að bíta í það súra epli að vera fórnað til að hraða leið allra hinna til framtíðarlandsins. Eða var ekki sagt að það þurfi að brjóta egg til að búa til eggjaköku (þótt í framtíðarríkinu fyrir austan hafi reyndar verið látið duga að brjóta eggin - það varð aldrei til nein eggjakaka)?


mbl.is Lýsir innsæisleysi í vanda sjúklinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 9. september 2018

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 287274

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband