Hvað um erlendar fjárfestingar?

Ef lífeyrissjóðir mega ekki fjárfesta í fyrirtækjum sem greiða stjórnendum hærri laun en almennum starfsmönnum merkir það ekki aðeins að þeir verði að hætta að fjárfesta í íslenskum fyrirtækjum. Þeir verða líka að hætta að fjárfesta í erlendum fyrirtækjum, því varla er það neitt betra að stjórnendur þeirra fái hærri laun en almennir starfsmenn. Og þar eru nú gjarna launin langtum hærri en hérlendis.

Svo er auðvitað spurning hvort ekki verði eitt yfir alla að ganga og þurfi þá að setja bæði stjórnendur lífeyrissjóðanna og ekki síður verkalýðsleiðtogana sjálfa á lágmarkslaun svo þeir séu ekki að taka laun "sem ekki eru boðin al­menn­um starfs­mönn­um" sem þeir starfa í umboði fyrir?

Í alvöru talað: Er það ekki skylda lífeyrissjóða að fjárfesta í því sem gefur sem besta ávöxtun, til hagsbóta fyrir sjóðfélagana? Ef stjórnarmenn fara að vinna eftir einhverri prívat öfundarpólitík eru þeir þá ekki einfaldlega að bregðast sjóðfélögunum?

Eru öfund, hræsni og yfirdrepsskapur mannkostir að áliti þessara verkalýðsforkólfa?


mbl.is Lífeyrissjóðir fjárfesti ekki í siðlausum fyrirtækjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 20. september 2018

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 49
  • Frá upphafi: 287299

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 48
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband