Menningarhlutverk Ríkissjónvarpsins

Í gærkvöldi sýndi Ríkissjónvarpið mynd Kristínar Jóhannesdóttur "Svo á jörðu sem á himni". Þessi mynd er eitt af fáum raunverulegum stórvirkjum íslenskra leikstjóra, gott ef ekki það eina.

Stór hluti myndarinnar er á frönsku. Góð textun er því lykilatriði enda ekki hægt að reikna með að nema brot af áhorfendum hér séu altalandi á þá tungu.

En textann vantaði. Bersýnilega hafa menningarpostular stofnunarinnar ekki betri þekkingu á íslenskri kvikmyndagerð en svo að þeir hafa ekki vitað að þörf væri á að texta myndina. Og metnaðurinn ekki meiri en svo að engum hugkvæmdist að bæta úr þegar þetta kom á daginn. Virðingarleysið gagnvart áhorfendum og aðstandendum þessarar stórkostlegu kvikmyndar algert.

Menningarhlutverk?

Er ekki kominn tími til að stafla mannauðnum hjá þessari sorglegu stofnun út á stétt, læsa á eftir honum og henda lyklinum?

Afhenda svo lóðina Holu-Hjálmari og verktakavinum hans til að byggja þar enn eina lúxusblokkina fyrir heimilislausa erlenda auðmenn?

Og nota síðan þá sex milljarða sem sviðnir eru út úr skattgreiðendum til að niðurgreiða þessa hlægilegu starfsemi í eitthvað gagnlegra?


Bloggfærslur 27. ágúst 2018

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband