Flautaþyrill

Það er vitanlega hárrétt hjá Steingrími að með framgöngu sinni hefur þetta fólk sýnt danska þinginu óvirðingu. Það er pínlegt að sjá það reyna að halda því fram, að með því að vekja athygli á þessu, sé Steingrímur að segja ósatt. Það er algerlega út úr korti. Það var meiri mannsbragur að því að sitja fundinn en koma á framfæri kurteislegri gagnrýni á pólitík danska þingforsetans úr ræðustól eins og Logi Einarsson og forsætisráðherra gerðu. Það er enginn mannsbragur að því að sýna fólki ókurteisi þótt maður sé ekki sammála því, né heldur að saka þá um lygar sem benda á hið augljósa.

Maður veltir því svo vitanlega alvarlega fyrir sér hvað þessi Helga Vala Helgadóttir er eiginlega að gera í stjórnmálum. Það eina sem virðist komast að hjá henni er að vekja athygli á sjálfri sér.

Ætti hún ekki miklu frekar að gerast svona Youtube stjarna og setja á samfélagsmiðla myndbönd af sjálfri sér að elda, þrífa eða klæða sig eða hvað svo sem það er sem fólk hefur gaman af að eyða tíma sínum í að horfa á sjálfhverfa einstaklinga gera á samfélagsmiðlum?


mbl.is Ósátt við yfirlýsingu Steingríms
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jamm.

"þjón­ust­an verri en í öðrum vel­meg­un­arþjóðum..."

"Til­efni lög­sókn­ar­inn­ar var fyr­ir­huguð inn­leiðingu ..."

"Ekk­ert ríki heims ver jafn­mikl­um pen­ingi ..."

"... koma þeim lyfj­um að sjúk­ling­un­um, sem þeir þurfa"

Vonandi ekki mikill kostnaður við blaðamann sem skrifar svona texta, en er annars búið að reka prófarkalesarann?

 

 

 


mbl.is Íslendingar forðist að elta Breta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 20. júlí 2018

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 287269

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband