Minnir um sumt á hvalveiðideiluna

Nú eru sterk viðbrögð tekin að berast erlendis frá. Á Vísi er sagt frá bandarískum Gyðingi sem hefur hætt við ferð hingað vegna þessa máls. Það er eflaust bara byrjunin.

Fyrir þá sem muna svo langt aftur er athyglivert að bera þetta saman við hvalveiðideiluna á sínum tíma. Þá vildu Íslendingar halda áfram hvalveiðum þótt búið væri að banna þær. Sterk viðbrögð komu frá öðrum löndum, svo mjög að viðskiptahagsmunum var jafnvel ógnað. En það efldi aðeins baráttuandann. Málið snerist kannski ekki bara um hvalveiðar heldur jafnvel fremur um að "Íslendingar láta ekki einhverja útlendinga segja sér fyrir verkum".

Umræðan á netinu nú er svolítið keimlík þótt nú snúist ekki baráttan um að fá að veiða hvali heldur að berjast gegn aðgerð sem nánast enginn þekkir til hérlendis, er mælt með af samtökum barnalækna í Bandaríkjunum og er, að lokum, lykilatriði í Gyðingdómi.

Í þessu ljósi falla röksemdir flutningsmannanna um barnavernd vitanlega ekki í frjóan jarðveg og útlendingar túlka þetta svo að það snúist um að banna Gyðingum búsetu hér.

Hér eru dæmi um athygliverð skilaboð síðan í morgun, sem væntanlega draga ekki úr áhyggjum erlendra Gyðinga: 

Screen Shot 2018-03-06 at 13.53.01

 

 

 

Screen Shot 2018-03-06 at 13.55.28 

 


mbl.is Óska umsagna um umskurðarfrumvarp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 6. mars 2018

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 23
  • Sl. viku: 48
  • Frá upphafi: 287298

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 47
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband