Fjarstæða að þessi lán verði greidd upp

Það er auðvitað bara fjarstæða að lán ríkisins til þessarar framkvæmdar muni einhvern tíma verða greidd upp. Til þess þyrfti veggjaldið að vera svo hátt að enginn með réttu ráði léti sér detta í hug að greiða það til að spara sér nokkurra mínútna akstur.

Eðlilegast væri að afskrifa bara stærstan hlutann af því sem ríkið hefur lagt í þetta og að ríkið taki síðan verkefnið alfarið yfir enda ljóst að meðeigendurnir eru ekki að fara að fjármagna mismuninn - þeir eru ekki algerir bjánar.

Síðan ætti að stofna rannsóknarnefnd til að fara í saumana á því hvernig þetta spillingarmál varð ríkinu jafn dýrt og raun ber vitni.


mbl.is Ríkið lánveitandi um ófyrirséða framtíð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hryllingur sósíalismans

Ástandið í Venesúela er skýr birtingarmynd þess sem gerist þegar reynt er að koma á sósíalísku stjórnarfari. Úrræðin eru dæmigerð fyrir sósíalista: Barnadauði eykst og þá er heilbrigðisráðherrann rekinn. Matvælaframleiðsla hrynur vegna óstjórnar og þá er reynt að koma á verðlagshömlum - en engar vörur eru til að selja.

Hversu mörg börn eiga að deyja í viðbót í Venesúela í nafni sósíalismans? Það væri áhugavert að fá svar við því frá kjánunum sem nú predika sósíalisma og frelsissviptingu almennings hérlendis.


mbl.is Beittu piparúða á eldri borgara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 13. maí 2017

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 3
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 287182

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband