Það er nú ansi hart ...

... ef ekki má lengur fylgjast með fjarvistum starfsmanna án þess að sósíalistar hnupli fjarvistaskráningum og reyni að misnota þær í áróðursskyni.


mbl.is Veikindalisti hafi ekki hangið uppi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sósíalisminn í hnotskurn

Framganga Maduros sýnir sósíalismann í hnotskurn. Mannfjandsamlega stefnu sem gefur skít í velferð almennings ef hún ógnar völdum einræðisherrans, en kennir sig við mannúð og jafnrétti.

Það er hneykslanlegt að fólk skuli enn kenna sig við þennan hrylling eftir allar þær hörmungar sem hann hefur valdið.


mbl.is Brenndu trukk með nauðsynjavörum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svik verkalýðsfélaga við láglaunafólk

Nú er farið að koma á daginn í hverju kröfur verkalýðsfélaganna, sem efna nú til verkfalla, felast. Þær snúast um sömu krónutöluhækkun til allra, sama hvort þeir hafa þrjú hundruð þúsund eða þrjár milljónir í mánaðarlaun. Á sama tíma hneykslast forsvarsmenn þessara félaga yfir því að skattalækkunartillögur ríkisins séu eins upp byggðar.

Þetta fólk beitir fyrir sig láglaunafólki í áróðursskyni og lætur í veðri vaka að kröfurnar snúist allar um að þeir sem lægst hafi launin nái endum saman.

En á sama tíma er hagur þessa láglaunafólks, sem af óheilindum er beitt sem vopni til að koma hér öllu í upplausn, þessum aðilum svo sannarlega ekki efst í huga.

Staðreyndin er að vel væri hægt að bæta kjör láglaunafólks umtalsvert ef þeir sem hærri hafa launin létu sér nægja hækkanir sem efnahagslífið ræður við.

En hagur láglaunafólksins er ekki aðalatriðið. Láglaunafólkið er aðeins notað sem vopn. Og það er þetta fólk sem mun missa vinnuna þegar búið verður að rústa ferðaþjónustunni með verkföllum.

Þetta er skammarleg framganga sem grundvallast á óheilindum og blekkingum!


mbl.is Munu bíta fast þar sem þarf að bíta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýja verkó er góð viðskiptahugmynd

Yfirtaka Eflingar er fyrst og fremst frábær viðskiptahugmynd. Markmiðið er völd og fjármunir til handa eiganda Sósíalistaflokksins og meðreiðarsveinum hans.

Veðmálið nú er að það takist að koma ríkisstjórninni frá völdum og efna til kosninga. Þá getur eigandinn komið fram sem frelsandi engill og stöðvað upplausnina sem hann sjálfur hefur valdið.

Heppnist veðmálið hins vegar ekki er samt ljóst að sjóðir Eflingar eru digrir og gott að hafa aðgang að þeim fyrir menn sem ekki hafa mjög eftirsóknarverða ferilsskrá.

Screenshot 2019-02-22 at 13.35.46

 

 

 

 

 

 

 

 

Meðal meðreiðarsveinanna eru marxistar, fólk sem dreymir um að með því að skapa upplausn í samfélaginu takist að koma á sósíalískri byltingu. En það er ekki meginmarkmið eigandans sjálfs.

Í blaðaútgáfu er markmiðið að reksturinn standi undir sér. Í kjarabaráttu er markmiðið að bæta kjör umbjóðendanna. En sumum þeim sem stunda blaðaútgáfu á kostnað annarra er sama um rekstrarárangurinn. Og sumum sem komast yfir verkalýðsfélög er líka skítsama um kjör umbjóðenda sinna. Markmið þeirra eru völd og peningar sjálfum þeim til handa. Ef þeir komast yfir þessi gæði með byltingu er það allt í lagi þeirra vegna. Ef ekki er það ekkert endilega verra.

------------

Það eina sem getur hindrað að þessar fyrirætlanir nái fram að ganga er árangursríkt samtal forystu ASÍ og ríkisstjórnarinnar.


mbl.is Segir stefna í hörðustu átök í áratugi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Klúður stjórnvalda?

Er það í raun og veru svo að stjórnvöld hafi klúðrað aðkomu sinni að kjaraviðræðunum?

Það er því miður fleira og fleira sem bendir til þess.

Getur verið að tillögur stjórnvalda séu einfaldlega niðurstaða úr excelleikfimi einhverra skrifstofumanna, en ekki byggðar á mati reyndra stjórnmálamanna á veruleikanum?

Ef svo er þá verða stjórnmálamennirnir að taka við boltanum, ræða við ASÍ og móta tillögur sem eru líklegar til að standast betur prófraun veruleikans. Það er ekkert mikið flóknara en það.


mbl.is „Hálfgerð blekking“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú þarf samtal

Nú er þörf á að ASÍ og ríkisstjórnin vinni saman að því að yfirfara þær tillögur sem voru kynntar í gær með það að markmiði að draga enn frekar úr skattlagningu lægst launaða fólksins. Drífa nálgast þetta mál af yfirvegun og skynsemi og ætti nú að hafa tækifæri til að marka sér varanlegan sess sem leiðtogi launafólks í krafti samninga við ríkisvaldið sem geta forðað uppnámi sem engum kemur til góða. Ég held að henni sé fyllilega treystandi til að rækja það hlutverk vel.

Gleymum því ekki að fyrir hina tekjuhærri skiptir þessi boðaða skattalækkun ósköp litlu máli. Það eru miklu fremur hagsmunir þeirra að viðhalda hér stöðugleika og áframhaldandi hagvexti og forða verðbólgu og vaxtahækkunum.

Stjórnvöldum ber að mæta útspili Drífu og ganga strax og af fullum heilindum til viðræðna við ASÍ. Það verður að gera strax!


mbl.is Vildu 15.000 kr. og fjögur skattþrep
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mótsagnakennt

1. Þess er krafist að skattar verði ekki lækkaðir á hátekjufólk. Þá er spurningin hvað er hátekjufólk. Meðaltekjur eru um 700 þús. Skattatillögur stjórnvalda lækka skatta upp í 900 þús. ef ég skil það rétt. Er þá fólk með tekjur undir 900 þús. hátekjufólk? Það eru þá væntanlega stórir hópar félagsmanna BSRB þar innanborðs.

2. Þess er krafist að dregið verði úr tekjutengingu barnabóta. En er ekki einmitt tekjutenging barnabóta til þess gerð að meira sé til skiptanna fyrir þá tekjulægri, en minna fyrir "hátekjufólk"?

Það er nauðsynlegt þegar launþegafélög setja fram kröfur sínar, að í þeim sé eitthvert samhengi, en ekki bara slegið fram einhverjum frösum sem eru hver í mótsögn við annan. Það er erfitt að semja við þann sem vill bæði A og ekki A.


mbl.is BSRB vill hátekjuskatt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er eitthvað að þessu kerfi

1. Verkalýðsfélög og atvinnurekendur geta ekki samið um kaup og kjör án þess að ríkisvaldið komi að því með tugmilljarða framlag úr vösum skattgreiðenda.

2. Lægstu laun virðast vera of lág til að fólk geti lifað á þeim nema með mikilli yfirvinnu.

3. Út á við virðast kröfur verkalýðsfélaga byggja meira á óánægju með launahækkanir fámenns hóps stjórnmálamanna, embættismanna og ríkisforstjóra en á svigrúmi til almennra launahækkana. Kröfurnar eru þar af leiðandi alveg óaðgengilegar fyrir atvinnurekendur, sér í lagi kröfur um hækkun lægstu launa.

4. Fyrirséð er að kröfurnar muni ekki ná fram að ganga enda munu fyrirtækin fremur láta sig hafa óróa á vinnumarkaði í einhvern tíma en að ganga að kröfum sem þau ráða ekki við.

5. Verkföll virðast vera eina vopn verkalýðsfélaganna þegar útséð er um að samningar náist.

6. En verkföll munu hins vegar ekki skila sér í bættum kjörum sem vega upp kostnað launamanna af verkföllum. Gleymum því ekki að verkfallssjóðir hafa að geyma fjármuni sem eru fljótir að þurrkast upp og notkun þeirra er beint tap eigendanna.

7. Verkföllin munu þó skila því að einhver fyrirtæki munu á endanum verða að fallast á launahækkanir sem þau ráða í raun ekki við. Þau munu því annað hvort hætta starfsemi eða segja upp fólki.

Kerfi sem er þannig, að það leiðir æ ofan í æ til verstu niðurstöðu fyrir báða samningsaðila, hlýtur að vera gallað.

Það er nauðsynlegt að breyta því.

En hvernig er best að gera það?

 


mbl.is Verkföll líkleg í mars
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bankarekstur er áhættusamur

Kannski þetta sýni nú þeim sem halda því fram að ríkið eigi helst að eiga allt fjármálakerfið, að bankarekstur er áhættusamur, ekkert síður en annar atvinnurekstur. Og oftast raunar mun áhættusamari. Það þarf ekki meira en að stórir viðskiptavinir lendi í vandræðum til að hagnaður hrynji.


mbl.is Minni hagnaður og hærri laun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mikið væri nú gott ...

... ef allt það velviljaða fólk sem langar í alvöru til að bæta heiminn, en er blindað af hatri og tortryggni í garð Vesturlanda, og hleypur því eftir öllum fáanlegum samsæriskenningum um stöðu þessarar hrjáðu og kúguðu þjóðar, opnaði augun. Svona einu sinni!


mbl.is „Fólk er að deyja eins og flugur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Feb. 2019
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28    

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 287252

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband