Hvers vegna er ekki hægt að leysa þessi mál skynsamlega?

Það er vitanlega ótækt að fólk sem hefur nánast ekkert á milli handanna verði sífellt fyrir skerðingum áskotnist því einhverjir smávegis fjármunir aukalega.

Á sama tíma er vitanlega ástæðulaust að ríkið dæli skattfé til þeirra sem nóg hafa og þurfa ekki á bótum að halda.

En hvernig í ósköpunum stendur á því gagnrýni á þetta fyrirkomulag byggi ávallt á kröfu um afnám allra tekjutenginga?

Af hverju er ekki hægt að koma þessu þannig fyrir að afnema þessar skerðingar upp að einhverju tilteknu tekjumarki, en skerðingin fari svo stighækkandi eftir það með auknum tekjum?

Bætur eru nefnilega bætur og þær eru ætlaðar þeim sem þurfa á þeim að halda, ekki hinum sem nóg hafa milli handanna.


mbl.is Betra að fá ekki jólabónusinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Teningnum kastað

Demókratar hafa nú kastað teningnum. Bréf Trumps og viðbrögðin við því sýna glöggt hvaða áhætta tekin er með þessu teningakasti, og hversu líklegt er að vopnið sé búmerang sem hittir árásarmennina sjálfa fyrir.

Hvað sem mönnum kann að finnast um Trump, er öllu bærilega skynsömu fólki, sem ekki hefur brenglaða dómgreind af hatri, ljóst, að ákærurnar standa á afar veikum grunni: Auðvelt er að skýra þær athafnir sem ákært er fyrir sem eðlilegar og sjálfsagðar. Þetta sést glöggt þegar bréf forsetans er lesið.

Að vissu leyti minnir þessi vegferð á Landsréttarmálið gegn Geir Haarde, sem allir sem þátt áttu skammast sín nú fyrir niður í tær. Munurinn er að athafnir Geirs fyrir hrun miðuðu ekki að því að afhjúpa spillingu og kúgunartilburði stjórnmálamanns, líkt og samskipti Trumps við forseta Úkraínu.


mbl.is Söguleg atkvæðagreiðsla á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góð spurning

Raflínur slitna gjarna þegar vetrarveður ríða yfir.

En Landsnet virðst samt sem áður ávallt berjast af krafti gegn notkun jarðstrengja.

Samt er eiginlega augljóst að þar gæti lausn vandans legið.


mbl.is „Höfum við ekkert lært?“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Þið eigið að segja mér satt"

(Grein mín í Morgunblaðinu í dag)

Margir kannast við vísurnar um spurula drenginn Ara eftir Stefán Jónsson. Ari spyr þá fullorðnu um allt milli himins og jarðar og þegar honum er svarað því til að hann viti það þegar hann verður stór hallar Ari undir flatt og svarar: „Þið eigið að segja mér satt“. Ari vissi nefnilega sínu viti.

Umfjöllun um fall Berlínarmúrsins í útvarpsþættinum Krakkafréttum á RÚV hefur hlotið nokkra gagnrýni. Þar var greint frá málinu með þessum orðum m.a.: „Höfuðborg­inni í Berlín var líka skipt í tvennt og árið 1961 var reist­ur múr til að aðgreina borg­ar­hlut­ana. Það var líka gert til að koma í veg fyr­ir að fólk flytt­ist á milli, aðallega frá austri til vest­urs.“

Nú vita allir sem vilja vita það að það er ósatt að fleiri ástæður hafi verið fyrir byggingu Berlínarmúrsins en sú að hindra að íbúar Austur-Þýskalands gætu flúið vestur yfir. Og það er einnig ósatt að fólksflóttinn hafi „aðallega“ verið frá austri til vesturs. Hann var einvörðungu frá austri til vesturs.

Maður veltir því fyrir sér hvernig umsjónarmaðurinn hefði orðað frétt um útrýmingarbúðir nasista. Kannski eitthvað á þá leið að „... margt fólk hafi flust í búðir sem girtar voru af til að koma í veg fyrir að fólk færi inn og út úr þeim, aðallega út úr þeim. Því miður hafi margir sem fluttust í búðirnar látist þar.“

Miðvikudaginn 4. desember brást umsjónarmaður þáttarins við gagnrýninni með grein í Morgunblaðinu. Var á henni að skilja að erfitt væri að gera grein fyrir staðreyndum um fall Berlínarmúrsins í 130-150 orðum. Kallaði hún eftir tillögum um orðalag. Tiltók hún sérstaklega að orðalagið þyrfti að vera „pólitískt hlutlaust“. Hún kallaði hins vegar ekki sérstaklega eftir því að orðalagið væri sannleikanum samkvæmt. Hér er samt tillaga þar sem leitast er við að uppfylla það skilyrði líka. Textinn er tekinn beint upp úr grein á Vísindavefnum frá 2009, eftir Hjálmar Sveinsson dagskrárgerðarmann á RÚV:

„Í lok heimsstyrjaldarinnar síðari var Berlín, höfuðborg hins sigraða Þýskalands, skipt á milli sigurvegaranna; Austur-Berlín varð yfirráðasvæði Sovétmanna en vesturhlutinn var undir yfirráðum Breta, Frakka og Bandaríkjamanna.

...

Meginástæðan fyrir byggingu Berlínarmúrsins var stöðugur straumur fólks frá Austur-Þýskalandi til Vestur-Þýskalands. Þegar hafist var handa við að reisa múrinn 13. ágúst 1961 höfðu 2,5 milljónir manna yfirgefið Austur-Þýskaland frá því það var stofnað árið 1949. Fólksflóttinn náði hámarki 1961, fyrstu tvær vikurnar í ágúst það ár fóru 159.730 manns til Vestur-Berlínar.

...

Talið er að 136 manns hafi verið drepnir eða látið lífið við flóttatilraunir. Um það bil 200 særðust. Hundruð ef ekki þúsundir voru dæmd í fangelsi fyrir ætlaðan flótta.

...

Þann 9. nóvember 1989, eftir nokkurra vikna kröftug mótmæli gegn ráðandi öflum, var Austur-Þjóðverjum veitt leyfi til þess að fara í heimsókn yfir landamærin til Vestur-Þýskalands. Landamærastöðvar í Berlín opnuðust og íbúar gátu óhindrað farið á milli borgarhlutanna – múrinn var fallinn.“

 

Þetta er sannleikur málsins í aðeins 124 orðum. Umsjónarmaður gaf ádrátt um það í grein sinni, að vel heppnuð tillaga um orðalag kynni að verða lesin upp í þættinum. Ég legg því til að texti Hjálmars verði lesinn upp í Krakkafréttum við fyrsta tækifæri, því eins og Ari litli segir í kvæðinu, þá á að segja börnum satt.

 


Þrettán þúsund á mann?

Kostnaðurinn 295.000 á fund. Borgarfulltrúar 23 talsins.

Á maður í alvöru að trúa því að matarbakkar frá Múlakaffi kosti tæplega þrettán þúsund krónur á mann?


mbl.is Eta og drekka fyrir 360 þúsund á fundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Des. 2019
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 287258

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband