Af hverju ...

... þarf eftirlitsstofnun á borð við Samgöngustofu "samskiptastjóra"? Hvað í ósköpunum gerir hann? Er tilgangurinn kannski sá einn að forða forstjóragreyinu frá því að verða sér til skammar í fjölmiðlum?

Og það má spyrja sömu spurningar um margar fleiri slíkar stofnanir. Það virðist ávallt fjárskortur þegar fjármagn þarf til góðra verka, en þegar ráða þarf athafnalitlar silkihúfur með lítt skilgreind hlutverk til ríkisstofnana virðist nóg til af peningum.


mbl.is Gagnrýna geðþóttaákvarðanir og seinagang
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þetta raunhæft?

Víkurskarð getur verið ófært fáeina daga á ári. Þá mun fólk nota Vaðlaheiðargöng. En hvað um afganginn af árinu?

Vaðlaheiðargöng stytta leiðina um 16 km. Það tekur um tíu mínútur að keyra þá vegalengd á 90 km. meðalhraða. Bensínkostnaður á fólksbíl kannski um 300 kall.

2000 krónur til að spara 300 kall? Örugglega ekki!

-----

Berum þetta aðeins saman við Hvalfjarðargöngin: Þar styttist leiðin um 42 km. Það sparar um hálftíma í akstri og bensín upp á tæpan 800 kall. Stakur miði kostar þúsundkall. Með tíu miða korti kostar ferðin 635. Þannig kemur ökumaður út á sléttu bara út frá bensínkostnaði. En í Vaðlaheiðargöngum reytist af honum 1700 kall á leiðinni í gegn. Ekki spennandi!

-----

En setjum sem svo að fólk sé í vinnunni og þurfi að verðleggja tímann líka. 2.000 á tíu mínútur gerir 12.000 á klukkutíma. 

Fyrir lögmann með 30 þúsund á tímann gæti verið þess virði að fara göngin. Það byggir þó á því að hann geti ekki notað aksturstímann til að velta fyrir sér einhverju dómsmáli.

Fyrir pípara með tíu þúsund á tímann er það alls ekki þess virði.

Þá er bara spurningin, hvað tekst að plata marga lögfræðinga í gegnum þessi göng?


mbl.is Rukkaðir um tæp tvö og sex þúsund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað um erlendar fjárfestingar?

Ef lífeyrissjóðir mega ekki fjárfesta í fyrirtækjum sem greiða stjórnendum hærri laun en almennum starfsmönnum merkir það ekki aðeins að þeir verði að hætta að fjárfesta í íslenskum fyrirtækjum. Þeir verða líka að hætta að fjárfesta í erlendum fyrirtækjum, því varla er það neitt betra að stjórnendur þeirra fái hærri laun en almennir starfsmenn. Og þar eru nú gjarna launin langtum hærri en hérlendis.

Svo er auðvitað spurning hvort ekki verði eitt yfir alla að ganga og þurfi þá að setja bæði stjórnendur lífeyrissjóðanna og ekki síður verkalýðsleiðtogana sjálfa á lágmarkslaun svo þeir séu ekki að taka laun "sem ekki eru boðin al­menn­um starfs­mönn­um" sem þeir starfa í umboði fyrir?

Í alvöru talað: Er það ekki skylda lífeyrissjóða að fjárfesta í því sem gefur sem besta ávöxtun, til hagsbóta fyrir sjóðfélagana? Ef stjórnarmenn fara að vinna eftir einhverri prívat öfundarpólitík eru þeir þá ekki einfaldlega að bregðast sjóðfélögunum?

Eru öfund, hræsni og yfirdrepsskapur mannkostir að áliti þessara verkalýðsforkólfa?


mbl.is Lífeyrissjóðir fjárfesti ekki í siðlausum fyrirtækjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Óvenjuleg" frávik ekki mjög óvenjuleg, eða hvað?

Það er greinilegt að skilningur fólks á hugtakinu óvenjulegt er stundum - ja - óvenjulegur.

Bragginn kostaði nær þrefalt það sem hann átti að kosta (og var nú vel í lagt fyrir húsakynni sem herinn var vanur að hrófla upp á fáeinum dögum á sínum tíma).

Mathöllin fór eitthvað álíka fram úr áætlun. En enginn hefur enn spurt hvað gæðingar borgarstjórans greiða í leigu þar.

Svo er það þingfundurinn - á nú ekki að vera svo flókið að drasla þinginu upp í rútu og keyra það á Þingvelli. En það mátti ekki kosta undir 90 milljónum samt. En þá má auðvitað ekki gleyma því að það þarf vissa útsjónarsemi þegar menn þurfa að úthýsa dagsbirtunni utandyra á miðju sumri :)

"Óvenjulegu" frávikin eru eiginlega bara orðin regla frekar en undantekning!


mbl.is Umframkostnaður bragga óvenjulegt frávik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á ekki þingið fjarfundabúnað?

Ef tilgangur fundarins var sá einn að ræða stuttlega, og skrifa síðan undir, einhverjar ályktanir, sem þegar var búið að semja, hvers vegna var þá ekki bara haldinn fjarfundur?

Sjálfur hef ég árum saman unnið mikið með fólki víðsvegar um heiminn og yfirleitt eru nú verkefnin talsvert flóknari en að samþykkja fyrirframsamdar ályktanir. Það er samt alger undantekning ef ég þarf að ferðast til að vinna þessi verkefni. Ég notast aðallega við Skype, sem virkar yfirleitt bara mjög vel, hvort sem mótaðilinn er í Bandaríkjunum, Frakklandi, Indlandi eða Ástralíu - eða þá á öllum þessum stöðum samtímis.

Einfalt, fljótlegt og kostar ekki krónu!

En fólk sem þarf að lýsa upp fundarstaði sína fyrir 20 milljónir, utandyra um hásumar, getur auðvitað ekki verið þekkt fyrir slíkt. Það er vitanlega bara hallærislegt.

Og þá koma heldur engir dagpeningar!


mbl.is „Þetta var rán­dýr ferð“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einkaritarinn í pólitík?

Er það við hæfi að einkaritarar forstjóra sjúkrastofnana séu í bullandi flokkapólitík, markandi stefnu hingað og þangað eins og enginn sé morgundagurinn?

Svona yfirlýsingar vekja svo sannarlega upp áleitnar spurningar um hvað er í gangi á þessari stofnun. Og það er svo sannarlega ekki á það bætandi!


mbl.is Ekki framsækin sáttatillaga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað var kisi að elda?

Það var verið að elda í íbúðinni.

Það var enginn í íbúðinni nema kisi.

Ergo: Kisi var að elda.

480w_s

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Fyrst kisi var að elda hlýtur hann að hafa kunnað eitthvað til verka.

En kannski hefur hann verið að prófa nýja uppskrift og farist það óhönduglega.

Spurningin er því: Hvað var kisi að reyna að elda?


mbl.is Eldamennska fór úrskeiðis í Hraunbæ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Akkúrat!

Það eru ekki liðnir nema örfáir dagar síðan þessum einstaklingi þótti það sjálfsagt mál að tjá sig í fjölmiðlum um málefni einstakra starfsmanna hjá dótturfélagi fyrirtækis sem borgin á meirihluta í.

Nú er hún allt í einu búin að snúa við blaðinu og það sem hún gerði nú síðast fyrir helgi gerir hún "aldrei".

Á sama tíma birtast af því fréttir hvernig hún launar vinkonum sínum vinargreiða í Höfða á kostnað borgarbúa og reynir, vitanlega, eins og allir aðrir spilltir einstaklingar sem komast að kjötkötlunum, að firra sjálfa sig ábyrgð á vinargreiðanum.

Það er slæmt að vera spilltur. Það er líka slæmt að vera kjáni. Það er enn verra að vera bæði.


mbl.is Stjórn Orkuveitunnar fái tíma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hvers er skipulagsvaldið?

Eigi hömlur á athafnasemi borgaranna einhvers staðar við er það í skipulagsmálum. Það er ástæða þess að alvöru borgaryfirvöld marka sér skýra stefnu í slíkum málum þar sem leitast er við að skapa umhverfi sem eftirsóknarvert er að búa í.

En í Reykjavík virðist þetta grunnsjónarmið alveg hafa farið forgörðum. Miðborginni er umturnað, að því er virðist, fyrst og fremst í þágu fjárfesta í hótelrekstri. Í stað hins lágreista miðbæjar sem við eigum að venjast, og sem ferðamenn sækja raunar í, hefur Kvosin verið fyllt af allt of háum hótel- og skrifstofubyggingum með viðeigandi skuggasundum þar sem aldrei nýtur sólar. 

Ofan í kaupið er svo almenn verslun hrakin burt af svæðinu með lokun gatna, sem leiðir til þess að almenningur hættir einfaldlega að sækja þjónustu á svæðið. Það fyllist þess í stað af lundabúðum. Þetta sést glöggt á Laugaveginum sem er farinn að minna meira á Rue de Rivoli í París, með minjagripaverslun við minjagripaverslun, en venjulega verslunargötu í evrópskri miðborg.

Það er auðvitað enginn vafi á að peningar ráða hér miklu. En það má heldur ekki gleyma þeim áhrifum sem ofstækisfullar skoðanir sumra borgarfulltrúa hafa haft, auk, vitanlega, gamalkunns sinnuleysis og venjulegrar heimsku.


mbl.is Peningar ráði of miklu í borgarskipulagi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Sept. 2018
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30            

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband