Flautaþyrill

Auðvitað er rannsókn ráðuneytisins ekki hafin yfir gagnrýni. Ekkert frekar en nein önnur mannanna verk. Hvers konar málflutningur er þetta eiginlega hjá Þorsteini Víglundssyni? Af hverju í ósköpunum ætti það að vera ámælisvert þegar ráðherra tiltekur þessi augljósu sannindi? Er maðurinn einhvers konar flautaþyrill?

Annað sem mér finnst athyglivert í þessu máli er ef starfsmaður barnaverndarnefndar eða þá nefndarmaður í velferðarnefnd er að dreifa trúnaðargögnum til sorprita. Er ekki nauðsynlegt að strax verði gengið í að rannsaka hvaðan þessi gögn komu? Það er grafalvarlegt mál þegar persónugreinanlegum trúnaðargögnum er lekið til óviðkomandi aðila, hvað þá þegar um slúðurblöð er að ræða.

Í þriðja lagi er nú ekki að sjá á þessum gögnum að Bragi hafi gert neitt ólöglegt eða óeðlilegt með afskiptum sínum af þessu máli. Aðeins velviljaður opinber starfsmaður að reyna að hjálpa til við að leysa erfitt mál sem er þolendunum þungbært. Niðurstaða ráðuneytisins virðist því alveg rétt og nokkuð ljóst að lygaáburður á hendur ráðherra er ekki annað en rakalaus þvættingur.


mbl.is Orð ráðherra „með ólíkindum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ætli húsaleigan ...

... ráðist nú ekki almennt af framboði og eftirspurn eins og aðrar vörur og þjónusta sem fólk þarf á að halda? Hæpið er að leigusalar verðleggi sig út af markaðnum með óhóflegri leigu. Líklegra að skarpar hækkanir séu til komnar vegna þess að verð hefur verið undir markaðsverði í langan tíma.


mbl.is Dæmi um „svívirðilegar hækkanir“ húsaleigu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver er ábyrgð þingmanna?

Er það eðlilegt að alþingismenn starfi þannig að þeir leki trúnaðarupplýsingum, grípi upp lygafréttir úr slúðurblöðum og kasti fram sem sannleika, með ásökunum í allar áttir og óhróðri um nafngreint fólk?

Nú hljótum við að bíða afsökunarbeiðni og afsagnar þeirra þingmanna sem gengið hafa fram með þessum hætti. Slíkir einstaklingar eiga ekki að vera á þingi. Né raunar neins staðar þar sem þeir hafa tækifæri til að ljúga að almenningi eða þeim er veittur aðgangur að trúnaðargögnum.


mbl.is „Ég er ekki kunningi Braga“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Væri gagnlegt að skoða hreinan rekstur

Þegar eignaverð hækkar jafn hratt og verið hefur gefur hagnaður ekki rétta mynd af frammistöðu stjórnenda í rekstrinum. Því væri gagnlegast að horfa á hreinan rekstur fyrir endurmat og afskriftir eigna. Þannig mætti sjá hvort stjórnendurnir eru að standa sig vel eða illa.


mbl.is Tap ef ekki væri fyrir sölu eigna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vel sloppið

Það er vel sloppið að fá 9 mánuði fyrir morð. Nýlega var maður hér dæmdur í 16 ára fangelsi fyrir morð. Þessi skaut 17 ára dreng í bakið og fær 9 mánuði. Í Ísrael er hámarksrefsing fyrir morð almennt 20 ár. 


mbl.is Dæmdur fyrir að skjóta piltinn til bana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fleiri þyrftu á námskeið

Í fréttinni kemur fram að lögreglan hafi drepið mann fyrir utan Walmart.

Því næst er gerð grein fyrir að lögmaður mannsins muni ekki höfða "málið" á grundvelli kynþáttahaturs. Lesandinn er hins vegar engu nær um hvað hið meinta "mál" snýst.

Í sömu málsgrein og fjallar um "málið" er greint frá því að Starbucks hyggist senda starfsmenn sína á námskeið. Hér er eins og einhver allt önnur frétt hafi laumað sér inn í textann og lesandinn klórar sér í höfðinu og veltir fyrir sér hvort það sé hann eða blaðamaðurinn sem sé ölvaður. tongue-out

Í stuttu máli lítur þetta út eins og einhver hafi verið að reyna að þýða fréttir, en ruglað tveimur saman og svo hafi enginn lesið textann yfir.

Eru ekki til einhver námskeið í svona?


mbl.is Drápu svartan óvopnaðan mann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ýmsir tvísaga

Í gær hafði Logi Einarsson þetta að segja um málið í fréttum RÚV:

"Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir að senda verði Assad forseta Sýrlands skýr skilaboð um að efnavopnanotkun verði ekki liðin. „Og það er auðvitað ógeðslegt að beita þeim gegn eigin þjóð. Það þarf hins vegar að vinna þetta í mjög víðtæku samráði og mér sýnist að þessar árásir takmarkist við staði sem hafa verið að framleiða efnavopn. Og að ekki hafi orðið mannfall.“" ... "En við verðum einhvern veginn að fara að binda endi á þessi átök. Hvort það er gert með árásum og styrjöld, það veit ég ekki. En við getum ekki liðið að þjóðhöfðingjar beiti efnavopnum gegn eigin þjóð.“

En nú eru árásirnar sem hann studdi fullum fetum í gær allt í einu orðnar ótímabærar!


mbl.is Ótímabærar loftárásir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tilgangur árásanna er ekki að stöðva stríðið

Ég held ekki að neinum hafi komið til hugar að halda því fram að þessar loftárásir Breta, Frakka og Bandaríkjamanna myndu stöðva stríðið.

Tilgangur árásanna var að draga úr getu Sýrlandsstjórnar til að beita efnavopnum gegn eigin borgurum. Það er alþekkt að þetta hefur ógnarstjórn Assads gert, ekki einu sinni, ekki tvisvar, heldur í tugum tilfella.

Ætli Þórunni, sem er svona annt um flóttamenn, þyki það engu skipta að reynt sé að hindra slíkar efnavopnaárásir?


mbl.is „Þessu helvíti verður að linna“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þá ekki næsta skref að afnema skoðanafrelsi?

Það er kannski réttast að manneskjan leggi nú fram frumvarp sem bannar útlendingum að hafa skoðanir sem stangast á við hennar eigin. Þvílík frekja og yfirgangur sem þetta er!


mbl.is „Hótanir og þrýstingur afþakkaður“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í stíl við annað

Í landi þar sem menntun barna hrakar ár frá ári - og þeir sem ábyrgðina bera kenna öllu öðru um en sjálfum sér - kemur ekki á óvart að kennaraþingið snúist aðallega um að reyna að hrekja nýkjörinn formann burt á grunni gróusagna.


mbl.is Áskorun til Ragnars á þingi kennara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Apríl 2018
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 287238

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband