Það er ekki "hreyfingin" sem skiptir máli heldur kaupmáttur fólks

Nú liggur alveg fyrir að laun hafa hækkað mjög mikið á undanförnum misserum. Það er eiginlega bara hrein heppni að þessar hækkanir skuli ekki hafa skilað sér út í verðlagið, en þar á gengisþróunin stóran þátt.

Það er mikilvægt að verja þann kaupmátt sem hefur náðst. Það verður ekki gert með verkföllum og vitleysisgangi þótt slíkt skili eflaust forystumönnum launþegasamtaka í fréttirnar og sé þannig gott fyrir hreyfinguna.


mbl.is Veikir hreyfinguna gríðarlega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er ekki hægt að hætta þessu?

Hvað gengur fólki eiginlega til að vera að hóta þeim sem það er ekki sammála líkamsmeiðingum á netinu? Hvers vegna getum við ekki bara öll orðið sammála um að hætta slíku framferði?


mbl.is Silja tilkynnti hótanir til lögreglu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verður að vanda betur til verka

Það er eiginlega ótækt að forsendur kjarasamninga skuli ekki vera skýrari en svo að það sé bara eitthvert matsatriði hvort þær hafi staðist eða ekki.

Það verður að gera þá kröfu til samninsaðilanna að uppsagnarákvæði séu skýr og mælanleg. Jafnframt verður að hafa inni ákvæði um hvað taki við séu aðilarnir ekki sammála um hvort forsendur hafi staðist eða ekki. Eðlilegt væri að einhvers konar gerðardómur tæki þá við málinu og úrskurðaði.

Sé þetta allt jafn loðið og óljóst og það lítur út fyrir að vera er verkið einfaldlega illa unnið.


mbl.is Lauk starfi í ágreiningi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skynsemi þingmanna

"Spurð hvort hún gerði sér grein fyr­ir því að yrði frum­varp henn­ar að lög­um yrði það til þess að gyðing­ar gætu ekki búið á Íslandi seg­ir hún að bann við umsk­urði færi ekki gegn trúfrelsi for­eldra drengja og að gyðing­ar yrðu alltaf vel­komn­ir til Íslands"

Eigum við ekki að geta gert aðeins meiri kröfur til skynsemi þingmanna?

Ef X er nauðsynlegt fyrir A og X er bannað á svæði B þá getur A ekki búið á svæði B. Sá sem vill banna X verður að vera nægilega skynsamur til að gera sér grein fyrir þessu. Auk þess: Geri hann sér grein fyrir því verður hann líka að vera nægilega heiðarlegur til að viðurkenna það.


mbl.is Fundaði með sendiherra um umskurð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Undarlegar vendingar

Þær vendingar sem hafa orðið hjá Sjálfstæðismönnum í Reykjavík verða nú að teljast heldur undarlegar og lítt í takt við þá lýðræðishefð sem hefur til þessa verið höfð í hávegum hjá flokknum við val á framboðslissta.

Það er hættuspil að bjóða fram lista sem nær eingöngu er skipaður fólki sem litla sem enga reynslu hefur af borgarmálum gegn sitjandi meirihluta sem þrátt fyrir allt nýtur verulegs fylgis, fólki sem þekkir málefni borgarinnar út og inn. Sérstaklega kemur undarlega fyrir sjónir að Kjartani Magnússyni skuli skákað út en hann er nánast eini borgarfulltrúinn sem eitthvað hefur heyrst í á kjörtímabilinu og hefur auk þess víðtækari þekkingu á málum borgarinnar en flestir aðrir.

Með vali Eyþórs Arnalds í leiðtogasætið með öfluga og reynda borgarfulltrúa sér við hlið hefði mátt búast við góðum árangri flokksins í komandi kosningum. En eftir þessi hjaðningavíg er ég hræddur um að þær væntingar hljóti að daprast.

Maður hlýtur jafnframt að velta framhaldinu fyrir sér. Má nú eiga von á því að stjórnum hverfafélaganna verði framvegis falið í hendur valdið til að raða á framboðslista? Er það ný stefna Sjálfstæðisflokksins að hverfa frá því fyrirkomulagi að almennir flokksmenn hafi þetta vald og færa það til þeirra fáu einstaklinga sem ráða hverfafélögunum?


mbl.is Átti ekki von á þessari niðurstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tími til kominn

Það er svo sannarlega tími til kominn að dæmt verði rétt í þessu máli. Fyrir sum fórnarlömbin er það því miður of seint.

Málið er svartur blettur á íslensku réttarkerfi og þótt ofbeldið og spillingin hverfi ekki með réttum dómi verður hann vonandi víti til varnaðar um ókomna tíð.


mbl.is Krefst sýknu að öllu leyti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú má mbl.is vara sig

Miðað við yfirgengilegan áhuga þjóðarinnar á kílómetragjaldi þingmanna má búast við að hinn nýi vefur verði fljótur að skjóta öðrum fjölmiðlum ref fyrir rass, enda alþekkt að jafnvel stærstu grundvallarmál eru fljót að hverfa í skuggann hérlendis þegar tækifæri gefst til að hnýsast í hagi náungans.


mbl.is Allt um aksturskostnað á nýjum vef
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Líbblegur litur í túni ...

... og laukur í garði hans."

Svo var eitt sinn ort um eina mikla fyrirmynd sósíalista og þau undur sem urðu í ríki hans eftir að feysknar stoðir voru burtu brotnar.

Nú vorar brátt í bæjarfélögum landsins enda tæpast von á öðru en sárþjáð alþýðan taki hinum bjarteygu boðberum framtíðarinnar opnum örmum.


mbl.is Sósíalistar stefna á framboð í borginni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skynsamleg orð biskups

Umfjöllun biskups um þetta einkennilega frumvarp er hófstillt og vel rökstudd. Það er hárrétt hjá biskupi að andmæla þeirri fjarstæðukenndu fyrirætlan að glæpavæða gyðingdóm og íslam.

Það vekur sérstaka athygli hversu mikil vanþekking virðist liggja frumvarpinu til grundvallar, en það má sjá á því að aðstandendur þess virðast leggja að jöfnu umskurn drengja og limlestingu á kynfærum stúlkna sem er allt annar hlutur.

Löggjöf verður að grundvallast á þekkingu og skynsemi og það er ótækt að þingmenn hlaupi fram með vanhugsuð frumvörp í einhverjum hugaræsingi. Hvað þá þegar afleiðingin getur orðið sú að gera saklaust fólk að glæpamönnum, úthýsa minnihlutahópum úr samfélaginu og/eða dæma drengi sem fæðast inn í þessa hópa, sér í lagi Gyðinga, til að standa utangarðs í eigin samfélagi.


mbl.is Leggst gegn því að umskurður verði refsiverður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Er þetta ekki bara matarhola fyrir þig?"

Þetta var, í alvöru, spurning sem "fréttamaður" RÚV leyfði sér að bera undir þingmanninn Ásmund Friðriksson rétt í þessu.

Aðdróttun um fjársvik!

Eftir gegndarlaust einelti í heila viku, og enda með því að bera á borð kolranga útreikninga á bifreiðakostnaði fyrir þjóðina í dag, er nú RÚV komið niður á lægra plan en áður hefur þekkst.

Nú er kominn tími til að leggja þessa stofnun niður.

Ég tek hins vegar ofan fyrir Ásmundi að halda ró sinni undir aðdróttunum og árásum þessa glottandi fábjána sem settur var í að reyna að taka hann niður.

Að lokum legg ég til að á þingi verði kallað eftir nákvæmum upplýsingum um greiðslur á bifreiðakostnaði og dagpeningagreiðslur til starfsmanna Ríkisútvarpsins og þeir síðan kallaðir fyrir þingnefnd til að gera nákvæma grein fyrir raunkostnaði og hvað eftir stendur þegar hann hefur verið greiddur. Þeir ættu að fara létt með það.

----

Svo skýrt sé hvað átt er við með röngum útreikningum, þá er fjármagnskostnaður í tölum RÚV t.d. miðaður við 1-2% innlánsvexti á sparireikningum. Bílalán bera hins vegar um 10% vexti miðað við 70-80% veðsetningu. Væntanlega mætti miða við 12-15% ef öll upphæðin er tekin að láni. Það er vaxtakostnaðurinn sem eðlilegt er að miða við þegar fjármagnskostnaður er reiknaður enda endurspeglar hann áhættu fjárfestingarinnar. Fjármagnskostnaður af 7 milljóna bifreið er því um 700-1000 þúsund kr. á ári, ekki 130 þúsund eins og RÚV vill vera láta. Um aðra liði virðist svipað gilda því miður. En tilgangurinn helgar auðvitað meðalið hjá "útvarpi allra landsmanna".


mbl.is Telur fréttaflutning jaðra við einelti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Feb. 2018
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28      

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 49
  • Frá upphafi: 287299

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 48
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband